Nissan Leaf besti smábíllinn

Nissan Leaf er víða mest seldi rafbíllinn.
Nissan Leaf er víða mest seldi rafbíllinn. Wieck

Alþjóðlega grein­ing­ar­fyr­ir­tækið IHS í Banda­ríkj­un­um út­nefndi Nis­s­an Leaf besta smá­bíl­inn 2014 í ár­legri skýrslu um tryggð bí­leig­enda við fram­leiðend­ur og bíl­gerðir.

Skýrsl­an nefn­ist „Polk Automoti­ve Loyalty Aw­ards“ er sú eina sinn­ar teg­und­ar í boði fyr­ir alþjóðleg­an bílaiðnað, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Greint var frá niður­stöðum út­nefn­inga IHS í fjöl­mörg­um flokk­um á alþjóðlegu bíla­sýn­ing­unni í Detroit. Nis­s­an Leaf var jafn­framt eini raf­bíll­inn sem til­nefnd­ur var af hálfu IHS.

Nis­s­an Leaf hef­ur átt mik­illi vel­gengni að fagna á öll­um helstu mörkuðum heims síðan hann fór í fjölda­fram­leiðslu og sölu um all­an heim árið 2010. Í Banda­ríkj­un­um seld­ust á síðasta ári 30.200 bíl­ar og er Nis­s­an Leaf fyrsti raf­magns­bíll­inn á Banda­ríkja­markaði sem selst hef­ur í meira en 30 þúsund­um ein­taka á einu ári.

Skýrsla IHS, The Polk Automoti­ve Loyalty Aw­ards, er gef­in út ár­lega. Hún sýn­ir yf­ir­lit yfir bíla­fram­leiðend­ur og ein­stak­ar bíl­gerðir og ár­ang­ur fram­leiðenda í því að viðhalda trúnaði bí­leig­enda við fram­leiðand­ann eða ein­stak­ar bíl­gerðir þegar kem­ur að bíla­kaup­um.

Innviðir í Nissan Leaf.
Innviðir í Nis­s­an Leaf.
Nissan Leaf er víða mest seldi rafbíllinn.
Nis­s­an Leaf er víða mest seldi raf­bíll­inn.
mbl.is