35 ár eru síðan bundið slitlag lengdist minna

Vestfjarðavegur í Múlasveit.
Vestfjarðavegur í Múlasveit. mbl.is/Helgi Bjarnason

Góðvegir landsins lengdust aðeins um 45 kílómetra á síðasta ári. Er það heldur minna en á árunum 2012 til 2013 sem þó voru sérstaklega lítil framkvæmdaár.

Þarf að fara aftur til ársins 1979 til að finna ár þegar minna var lagt af bundnu slitlagi.

Á korti sem birt er í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinanr sést að smáspottar hafa verið lagðir bundnu slitlagi hér og þar um landið. Þeir lengstu virðast vera í Múlasveit á Vestfjörðum þar sem miklar samgöngubætur eru komnar vel á veg, í Svínadal í Hvalfjarðarsveit og á Svínvetningabraut í Húnavatnshreppi. Einnig hefur verið lagt á kafla í Meðallandi og Fellum á Fljótsdalshéraði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina