Leggja þarf í mikinn kostnað

Víða um borgina má sjá götuskemmdir líkar þeim holum sem …
Víða um borgina má sjá götuskemmdir líkar þeim holum sem hér má sjá á Flókagötu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Gatnakerfið á höfuðborgarsvæðinu lætur á sjá og hafa ökumenn víða borið tjón vegna holna í götum auk þess sem myndast hafa rásir í götunum sem skapað hafa hættulegar aðstæður þegar vatn safnast fyrir í þeim.

Ábyrgð á gatnakerfinu á höfuðborgarsvæðinu skiptist á milli Vegagerðarinnar sem sér um rekstur stofnæða og sveitarfélaganna sem sjá um viðhald annarra gatna.

Viðvarandi fjársvelti og óvenju óhagstæðum veðrabrigðum er um að kenna, að því er  fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina