Óánægja með breytingar

Ekki ríkir sátt um breytingar á umferðarlögum um bensínvespur.
Ekki ríkir sátt um breytingar á umferðarlögum um bensínvespur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tals­verður urg­ur er meðal margra er koma að um­ferðar­mál­um vegna breyt­inga á frum­varpi til um­ferðarlaga í meðferð sam­göngu­nefnd­ar alþing­is.

Í drög­um að því frum­varpi var lagt til að svo­kallaðar raf­magnsvesp­ur í flokki 1, en til þessa flokks ná einnig bens­ín­vesp­ur með 25 km há­marks­hraða, yrðu skráðar og þá einnig tryggðar.

Sam­göngu­nefnd breytti þessu í áliti sínu og felldi niður þörf á skrán­ingu og trygg­ing­um, sem og þörf á að sá sem að slíkt öku­tæki not­ar þurfi á ein­hvern hátt að sækja um öku­rétt­indi líkt og tíðkast víða í lönd­um Evr­ópu. Sam­göngu­nefnd setti lág­marks­ald­ur við slík öku­tæki við 13 ár sem er lægra en flest­ir hags­munaaðilar mæltu með í þessu sam­bandi.

Sig­urður Jónas­son, öku­kenn­ari og lög­reglumaður hef­ur sterk­ar skoðanir á út­komu lag­anna eft­ir meðför þeirra í Sam­göngu­nefnd. „Ég er afar hugsi yfir því að ósakhæf­um börn­um skuli heim­ilt að aka vélkn­un­um öku­tækj­um hvar sem er. Að þetta hafi svo runnið gegn­um þingið án umræðu ber vott um áhuga­leysi þing­manna á um­ferðarör­ygg­is­mál­um,“ sagði Sig­urður í viðtali við Morg­un­blaðið. Heim­ild­armaður inn­an stjórn­sýsl­unn­ar sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði að þetta hefði valdið bæði furðu og mikl­um von­brigðum meðal sér­fræðinga og fólks sem vinn­ur að um­ferðarör­ygg­is­mál­um hér á landi. „Upp­runa­leg drög frum­varps­ins byggðust á ít­ar­legri og vandaðri vinnu sem eins og sjá má er varla virt viðlits með illa ígrundaðri og illa rök­studdri póli­tískri niður­stöðu, niður­stöðu sem er að segja má þvert á það sem lagt var upp með,“ sagði heim­ild­armaður­inn. njall@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »