Gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar hættulegust

Flest slysin í höfuðborginni verða á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar
Flest slysin í höfuðborginni verða á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar mbl.is/Golli

Gatna­mót Grens­ás­veg­ar og Miklu­braut­ar eru hættu­leg­ustu gatna­mót höfuðborg­ar­svæðis­ins und­an­far­in fimm ár. Í skýrslu sem Sam­göngu­stofa er að vinna um um­ferðarslys á ár­inu 2014 kem­ur þetta fram. Alls urðu 162 slys og óhöpp á gatna­mót­un­um. Alls urðu 19 slys þar sem meiðsli á fólki eru skráð.

Gatna­mót­in hafa verið hættu­leg­ustu gatna­mót lands­ins mörg und­an­far­in ár en þau voru einnig í efsta sæt­inu yfir slys frá 2008-2012.

Sjá einnig frétt mbl.is: Þreng­ing Grens­ás­veg­ar óskilj­an­leg

Mikla­braut teng­ist gatna­mót­um í þrem­ur efstu sæt­un­um

Mikla­braut sker sig tölu­vert úr sem hættu­leg­asta gata borg­ar­inn­ar en hún teng­ist gatna­mót­um í þrem­ur efstu sæt­un­um þegar kem­ur að slys­um og óhöpp­um með og án meiðsla á þessu fimm ára tíma­bili. Ein helsta skýr­ing­in á þessu er auðvitað sú að Mikla­braut­in er helsta um­ferðaræð borg­ar­inn­ar og um hana fara þúsund­ir öku­tækja á hverj­um sól­ar­hring.

Önnur hættu­leg­ustu gatna­mót­in á höfuðborg­inni eru Mikla­braut/​Kringlu­mýr­ar­braut en 160 slys og óhöpp urðu þar með og án meiðsla. Séu aðeins slys­in skoðuð þar sem urðu meiðsli á fólki eru gatna­mót­in í 11. sæti með níu slys á fólki.

Topp tíu list­ann yfir hættu­leg­ustu gatna­mót höfuðborg­ar­svæðið má sjá efst á síðunni.

Þegar litið er til slysa með meiðslum lít­ur list­inn aðeins öðru­vísi út, en þó eru gatna­mót Miklu­braut­ar og Grens­ás­veg­ar einnig efst á lista því þar urðu 19 slys með meiðslum á síðustu fjór­um árum.

Gatna­mót­in við Háa­leit­is­braut og Miklu­braut eru í öðru sæti með 17 slys eins og gatna­mót­in við Reykja­nes­braut og Bú­staðaveg. Önnur teng­ing Hafn­ar­fjarðar við Reykja­vík, gatna­mót­in við Hraun­brún og Reykja­vík­ur­veg og Flata­hraun og Reykja­vík­ur­veg, eru í fjórða sæti með 16 slys.

Horft yfir Grensásveg til norðurs.
Horft yfir Grens­ás­veg til norðurs. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »