Tilefni til lækkunar á eldsneytisverði

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið að lækka í vikunni og dollarinn örlítið verið að lækka. Um miðja vikuna hafði olíuverð í Bandaríkjunum ekki verið lægra í sex ár.

Í gærkvöldi höfðu olíufélögin hér heima ekki brugðist við og lækkað eldsneytisverð. Stóru olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um tvær krónur um síðustu helgi en sjálfsafgreiðslufélögin fylgdu því ekki eftir. Í gær var lægsta bensínverðið 212,50 krónur og dísilolían á 211,30 krónur. Munaði þá 2-4 krónum á lítranum milli stóru félaganna svonefndu; N1, Olís og Shell, og sjálfsafgreiðslustöðva ÓB, Orkunnar og Atlantsolíu.

Í umfjöllun um olíuverðsþróunina í Morgunblaðinu í dag telur Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að miðað við þróunina á heimsmarkaði sé orðið fullt tilefni fyrir félögin að lækka verðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina