Vespurnar eru ekki vandamálið

Ragnar Ingi Stefánsson við rafmagnsvespu eins og Nítró selur, sem …
Ragnar Ingi Stefánsson við rafmagnsvespu eins og Nítró selur, sem nær aðeins 25 km hraða og keyra má hvar sem er í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ekki eru all­ir ósátt­ir við þá breyt­ingu á um­ferðarlög­um er lýt­ur að akstri léttra bif­hjóla í flokki I. Einn þeirra er Ragn­ar Ingi Stef­áns­son, fram­kvæmd­ar­stjóri mótor­hjóla­versl­un­ar­inn­ar Nítró sem meðal ann­ars sel­ur bens­ín­knún­ar vesp­ur sem ná 25 km hraða.

Ragn­ar spyr af hverju fólk sé að missa sig yfir því að vilja setja strang­ari regl­ur um þessi tæki. „Hafa þessi tæki valdið vand­ræðum? Nei,“ seg­ir Ragn­ar í viðtali við Morg­un­blaðið. „Hafa þessi tæki valdið slys­um? Ekki telj­an­lega og eng­um al­var­leg­um. Eru þau fyr­ir á göngu­stíg­um? Nei, það sjá all­ir að það er sjaldn­ast nokk­ur um­ferð á göngu­stíg­um“ bæt­ir Ragn­ar við.

Betri brems­ur og ljósa­búnaður

„Við skul­um hafa það al­veg á hreinu að reiðhjól fara mun hraðar með hærri þyngd­arpunkt, þessi tæki eru tak­mörkuð við 25 km hraða á klukku­stund sem er hlaupa­hraði,“ bend­ir Ragn­ar á.

„Ung­menni eru líka tvö og þrjú á reiðhjól­um eins og æsifrétt­irn­ar sem við höf­um séð af fífla­gangi ung­linga á 25 km vesp­um, en þessi skríls­læti á reiðhjól­um þykja ekki frétt­ir leng­ur. Af ein­hverj­um ástæðum eru þetta forsíðufrétt­ir með þess­ar vesp­ur sem þó eru með mun lægri þyngd­arpunkt, al­vöru ljós og al­vöru brems­ur.“

Ragn­ar vill meina að vesp­ur sem ná 25 km hraða hafi marga kosti og nefn­ir meðal ann­ars meira sjálf­stæði ung­linga sem þessi tæki nota og minna skutl for­eldra og þar af leiðandi minni um­ferð á göt­um og minni meng­un. „Við skul­um ekki gera vanda­mál úr ein­hverju sem er ekki vanda­mál, það er nóg af al­vöru vanda­mál­um í þjóðfé­lag­inu,“ sagði Ragn­ar að lok­um.

njall@mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »