Lærði að keyra aðeins þriggja ára

Brosið virðist aldrei renna af Kim Jong-un.
Brosið virðist aldrei renna af Kim Jong-un.

Hinn síbrosandi leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, lærði að keyra bíl aðeins þriggja ára að aldri. Þessu heldur ríkisstjórnin í höfuðstaðnum Pyongyang óhikað fram.

Ný kennslugrein verður tekin upp í barnaskólum Norður-Kóreu í byrjun nýs skólaárs. Hin nýju fræði á námsskránni snúast um að uppræða kóresku börnin um akstursafrek hins mikla leiðtoga.

Börnin verða frædd um „byltingarafrek“ leiðtogans óumdeilda sem er aðeins 32 ára að aldri. Og meðal annars sem þykir efast megi um, er að í fræðunum nýju er því haldið fram að Kim Jong-un hafi lagt forstjóra skútusmiðju að velli í kappsiglingu aðeins níu ára gamall.

Tilgangurinn með nýju kennslugreininni er sagður sá að styrkja enn frekar ímynd hinnar óskeikulu ætt leiðtogans í augum landa hans. Gagnrýnendur segja aftur á móti, að hér sé eins um að ræða útspil til að leiða athygli íbúanna frá efnahagslegri rúst Norður-Kóreu.

Þessar afrekssögur þykja minna á sögur um afrek föður leiðtogans, Kim Jong-il, til að mynda þá, að hann hafi farið fimm holur í einu höggi í fyrsta sinn sem hann spilaði golf. Enn fremur var hann sagður hafa fundið upp hamborgarann og gæti læknað dvergvöxt.

mbl.is

Bloggað um fréttina