Ford með 11 hraða gírkassa

Ford F-150 Raptor verður með 10 hraða gírkassa. Hér verður …
Ford F-150 Raptor verður með 10 hraða gírkassa. Hér verður ekki setið með hendur í skauti.

Sú var tíðin að sjálfvirk gírskipting virtist takmörkuð við þrjá eða fjóra hraða. Það var ríkjandi í áratugi en síðan hefur orðið breyting á.

Með tímanum fjölgaði gírhlutföllum í skiptingunni og undanfarin ár eru sjö, átta og níu hraða gírkassar fremur algengir. Ford hefur meira að segja framleitt 10 hraða skiptingu sem ætluð er fyrir F-150 Raptor í framtíðinni.

Og þar á bæ róa menn ekki fram í gráðið í aðgerðarleysi heldur dunda við þróun og smíði enn flóknari gírkassa, eða 11 hraða. Því til staðfestingar hefur Ford sótt um einkaleyfi fyrir einn slíkan. Þar í er tæknilegri útfærsla gírhlutfallanna útskýrð.

Í fréttum segir að ávinningur af 11. gírnum miðað við 10 hraða kassann er að með því yrði snúningshraði vélarinnar á skilvirkasta stað snúningsvægiskúrvu vélarinnar enn lengur en ella.

Svo er mál með vexti að bílsmiðir sækja stöðugt um ný og ný einkaleyfi og er umsókn engin trygging fyrir því að viðkomandi hlutur verði framleiddur og komi á markað.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: