Skoda Octavia G-Tec metanbíll afhentur

Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, afhendir Steindóri Tryggvasyni fyrsta Skoda Octavia …
Gestur Benediktsson, sölustjóri Skoda, afhendir Steindóri Tryggvasyni fyrsta Skoda Octavia G-tec bílinn.

Á dögunum afhenti Hekla fyrstu Skoda Octavia G-Tec bifreið sem er einmitt fyrsti metanbíll Skoda. Bíllinn lítur út eins og venjulega Skoda Octavia en G-Tec útgáfan er að mörgu leyti einstök en fyrst ber að nefna að það er bæði metan- og bensínbíll.

Í bílnum eru samtals þrír eldsneytistankar. Á metantankinum einum og sér kemst bíllinn allt að 410 kílómetra og á bensínumtankinum allt að 930 kílómetra. „Á þessu kemstu 1.330 km án þess að fylla á sem gerir bílinn fullkominn bíl fyrir umhverfisvænan akstur. Það þarf engu að fórna til að vera umhverfisvænn með Skoda,“ segir í tilkynningu frá Heklu, umboðsfyrirtæki Skoda á Íslandi.

„Allir Skoda bílar eru hannaðir með framúrskarandi skilvirkni í huga til að valda sem minnstum gróðurhúsaáhrifum, þökk sé notkun á háþróuðustu tækni. Til dæmis valda Skoda G-Tec bílar áþreifanlega minni mengun en bílar sem nota hefðbundið eldsneyti, ekki aðeins hvað varðar nitrogen oxíð, karbón mónoxíð og díoxíð og botnfallsefni, heldur líka hvað varðar krabbameinsvaldandi efni á borð við vetniskol, aldehýð og ilmandi efni á borð við bensól,“ segir þar ennfremur.

Octavia G-Tec er knúinn þróaðri bi-fuel 4ra strokka og 110 hesta vél með forþjöppu. Þar sem bíllinn er mjög umhverfisvænn er hann undanskilin vörugjöldum sem gerir hann hagkvæman í innkaupum og rekstri. 

mbl.is