NX300h fáanlegur með framhjóladrifi

Sá framhjóladrifni er hér í góðum félagsskap. Frá vinstri eru …
Sá framhjóladrifni er hér í góðum félagsskap. Frá vinstri eru svartur Lexus NX 300h F Sport, þá hvítur Lexus NX 200t F Sport og loks skemmtilega málmgrár Lexus NX 300h FWD Comfort. mbl.is/Árni Sæberg

Síðan sportjeppinn NX bættist við Lexus-línuna hefur hann vakið talsverða athygli enda skemmtilega geómetrískur í laginu með áberandi skarpar línur.

Sker hann sig að því leytinu til nokkuð frá stóra bróður, RX-jeppanum, sem er allur straumlínulagaðri. Síðasta viðbótin frá Lexus í flóruna er framhjóladrifinn RX 300h.

Þegar fjórhjóladrif er ekki endilega nauðsyn

„Framhjóladrifinn NX 300h er mjög áhugaverður kostur fyrir þá sem eru að leita að góðum fólksbíl í lúxusflokki en þurfa ekki endilega að hafa fjórhjóladrif,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota og Lexus á Íslandi. „NX hefur þægilega veghæð þannig að öll umgengni um bílinn er auðveld. Þessi bíll er búinn sömu vél og aðrir NX-bílar og lúxusinn er svo sannarlega til staðar.“

Páll bætir við að með framhjóladrifsbílnum aukist enn valmöguleikar þeirra sem hafa heillast af þessum bíl, sem er að hans sögn góður fulltrúi skemmtilegra og djarfra breytinga í hönnunarstefnu Lexus.

NX300h FWD jeppinn fæst í nokkrum útfærslum og kostar frá 8.290.000 krónum.

jonagnar@mbl.is

Framluktirnar ljá bílnum sérlega laglegan „augnsvip“ sem á fáa sína …
Framluktirnar ljá bílnum sérlega laglegan „augnsvip“ sem á fáa sína líka. mbl.is/Árni Sæberg
Hinar skörpu línur Lexus NX300h vekja jafnan athygli.
Hinar skörpu línur Lexus NX300h vekja jafnan athygli. mbl.is/Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina