Hæstiréttur dæmdi í dag mann til greiðslu 550 þúsund króna í sekt fyrir brot á umferðarlögum. Maðurinn ók Mercedes-Benz bifreið sinni á 101 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku þann 5. október 2014 og var undir áhrifum áfengis og kókaíns. Að auki var maðurinn sviptur ökuréttindum í tvö ár. Löglegur hámarkshraði þar sem lögreglan stöðvaði hann var 80 kílómetrar á klukkustund.
Í héraðsdómi var maðurinn dæmdur í 45 daga fangelsi en var dómurinn annar í Hæstarétti. Ástæðan er sú að annar dómur, sem kom til skoðunar við ákvörðunar viðurlaga í héraði, hafði í millitíðinni verið ómerktur, og kom því ekki til skoðunar í Hæstarétti. Var hann í stað þess því dæmdur til sektargreiðslu.
Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna, þarf hann að sæta fangelsi í 30 daga.