Brekkuklifur eins og það gerist best

Feghali skríður vel inn og út úr beygjum á ferð …
Feghali skríður vel inn og út úr beygjum á ferð sinni í Falougha brekkuklifrinu.

Brekkuklifur af betri gerðinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. Að drifta er enginn leikur og hvað þá að leika þá list beygju eftir beygju upp brekku.

Reyndar tekst líbanska ökumanninum Roger Feghali að láta þennan akstursmáta líta út sem auðveldur sé, svo sem myndskeiðið sýnir.

Hér er hann á ferðinni í hinu árlega brekkuklifursmóti í Falougha í Líbanon. Frá bílnum stafa drunur sem auka á áhrifin en af sprengingum sem hveða við þegar hann lyftir bensíngjöfinni benda þó til að eitthvað sé hægt að laga stillingar vélarinnar.

Akstur Feghali er engin tilviljun því í fyrra setti hann einnig met upp brekku þessa.

https://youtu.be/iSI7Uau3dd0

mbl.is

Bloggað um fréttina