Volvo XC90 bíll ársins hjá Auto Express

Auto Express hefur valið Volvo XC90 sem bíl ársins 2015 …
Auto Express hefur valið Volvo XC90 sem bíl ársins 2015 og sem jeppa ársins í stærri flokki jeppa.

Breska bílaritið Auto Express hefur valið nýja Volvojeppann Volvo XC90 bíl ársins 2015 og jeppa ársins 2015 í flokki stórra jeppa. Þennan heiður, sem tímaritið veitir árlega, þykir öllum bílsmiðum eftirsóknarverður.

Hinn margverðlaunaði Volvo XC90 hefur nú þegar selst í 44.000 eintökum en þess má geta að Volvo áætlaði að framleiða 50.000 eintök fyrsta árið svo það eru allar líkur á því að salan sigli fram úr markmiðum.

„Verðlaun eins og þessi enduspegla þá miklu ástríðu sem Volvo hefur fyrir þróun nýrra bíla. Við skiljum löngun viðskiptavina okkar til þess að eiga fallega bíla, bíla sem gera líf þeirra auðveldara með nýrri tækni – tækni sem er notendavæn. Við skiljum einnig þörfina fyrir kraftmiklar en jafnframt sparneytnar vélar og undirvagn sem gerir aksturinn enn betri en áður,“ sagði Dr Peter Mertens, forstjóri rannsóknar og þróunardeildar Volvo Car Group við afhendingu verðlaunanna.

Steve Fowler, ritstjóri Auto Express sagði við sama tækifæri: „Við höfum beðið lengi eftir XC90 en það var vel þess virði – þetta er stórkostlegur jeppi. Hann setur ekki einungis ný viðmið fyrir Volvo heldur fyrir bílamarkaðinn í  heild. Volvo XC90 er leiðandi hvað varðar tækni, hagkvæmni, stíl og öryggi. Hann hefur einstakan stíl bæði að innan sem utan, sem þú gerðir ekkert endilega ráð fyrir. Ef XC90 er það sem framtíðin ber í skauti sér hjá Volvo er framtíðin mjög björt.“

Frá því Volvo XC90 var fyrst kynntur til sögunnar í ágúst í fyrra hefur hann rakað að sér verðlaunum og viðurkenningum. Brimborg býður upp á reynsluakstur bílsins en hægt er að bóka hann með því að senda póst á volvo@brimborg.is.

mbl.is