53% gáfu ekki stefnuljós

Stefnuljós í hliðarspeglum.
Stefnuljós í hliðarspeglum. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Rúmlega helmingur ökumanna gaf ekki stefnuljós þegar þeir óku út úr hringtorginu í Fjarðarhrauni til móts við Flata-, Bæjar- og Garðahraun í morgun, í könnun sem framkvæmd var af VÍS. Þó er um að ræða fjölgun frá því fyrir tveimur árum.

Í frétt á vef VÍS kemur fram að 53% þeirra sem óku um hringtorgið í morgun gáfu ekki stefnuljós. Þegar VÍS gerði könnun á sama stað fyrir tveimur árum gáfu 66% ökumanna ekki stefnuljós.

Fjöldi bíla í könnuninni í morgun var 1.136.

„Eitt meg­in­hlut­verk stefnu­ljósa, er að vera öðrum veg­far­end­um til leiðbein­ing­ar. Notk­un á þeim liðkar fyr­ir um­ferð og bæt­ir flæði henn­ar til muna. Einnig minnk­ar rétt notk­un stefnu­ljósa hætt­una á slys­um. Það á sér­stak­lega við í hring­torg­um, þegar verið er að skipta um ak­rein, taka framúr eða beygja út af vegi.

Sam­göngu­stofa hef­ur spurt í net­könn­un hvað hegðun annarra trufli eða valdi viðkom­andi mestu álagi við akst­ur. Í könn­un þeirra árið 2013 trjón­ir stefnu­ljósa­leysi hæst á lista en um 77% nefndu það. Það skýt­ur því nokkuð skökku við að ríf­lega helm­ing­ur öku­manna noti ekki stefnu­ljós úti í um­ferðinni,“ segir í frétt VÍS.

mbl.is

Bloggað um fréttina