Hræðist nokkra vegkafla í vetur

Vegagerðin leggur ríflega 300 þúsund fermetra af nýju malbiki á höfuðborgarsvæðinu í sumar sem er mun meira en hefur verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir það er eftirlitsmaður hjá Vegagerðinni svartsýnn á ástand nokkurra vegakafla fyrir komandi vetur.

Bæði ríki og sveitarfélög hækkuðu fjárframlög til að bæta ástand vegakerfisins á höfuðborgarsvæðisins í sumar eftir að tjón varð á hundruðum ökutækja á því í vetur. Þórður Njálsson, eftirlitsmaður hjá Vegagerðinni, segir að sumarið hafi verið eitt það stærsta hjá Vegagerðinni og að aðstæður til malbikunar hafi verið eins og best verði á kosið.

Þrátt fyrir það segir hann að nokkrir vegir gætu orðið slæmir í vetur t.a.m. í Ártúnsbrekku, á Reykjanesbraut við Sprengisand og á Arnarnesvegi. Því vonast hann líka eftir að nægum fjármunum verði veitt til viðhalds vega næsta sumar.  

mbl.is var á Miklubrautinni í dag þar sem starfsmenn Höfða sem er verktaki á vegum Vegagerðarinnar var við störf og ræddi við Þórð.

Mælst er til þess að ökumenn hægi á sér þegar þeir nálgast vegkafla þar sem framkvæmdir standa yfir en vegagerðarmenn höfðu orð á því að umferðarhraði væri of mikill nálægt framkvæmdasvæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina