Yfir þúsund bílar voru sektaðir á Menningarnótt

Lögreglan og stöðumælaverðir sektuðu marga ökumenn.
Lögreglan og stöðumælaverðir sektuðu marga ökumenn. mbl.is/Eggert

Eitt þúsund og tólf bílar voru sektaðir fyrir stöðubrot á Menningarnótt.

Fjöldinn allur af bílum hafði safnast saman á grasblettum nærri BSÍ og áttu stöðumælaverðir fullt í fangi með að skrifa sektir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sektir voru álíka margar og í fyrra þrátt fyrir að sektarupphæð vegna stöðubrota hafi tvöfaldast á árinu úr 5.000 kr. í 10.000 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina