Drægi rafbílsins Nissan Leaf eykst um 23% með nýrri rafhlöðu í byrjun næsta árs og verður við bestu aðstæður 245 kílómetrar á fullri hleðslu.
Nýja 30 kílóvattstunda rafhlaðan verður fyrst um sinn í boði í dýrustu útgáfu Leaf. Í tilkynningu frá bílaumboðinu BL segir að ólíklegt sé að hún skili 245 km drægi hér á landi egar hún kemur á markað. Reynslan sýni að kalt veðurfar minnkar drægi rafhlaða og er sú raunin á norðlægum slóðum þar sem Leaf er í boði, m.a. Noregi og á Íslandi.
„Þó ber að hafa í huga að nýja rafhlaðan var þróuð og hönnuð á grundvelli nýrrar og enn fullkomnari tækni þar sem notuð voru ný efni sem geymt geta mun meiri orku en núverandi rafhlaða. Ekki er því ljóst á þessari stundu hver drægni nýju rafhlöðunnar verður á Íslandi. Með fyrirvara má þó reikna með að hún muni draga að minnsta kosti á bilinu 150 til 185 km sem svarar um það bil til vegalengdarinnar frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal eða rúmlega vegalendarinnar til Staðarskála í Hrútafirði,“ segir í tilkynningu BL.