Slapp með tvöfalt manndráp

Áreksturinn var afar harður.
Áreksturinn var afar harður.

Mikillar gremju gætir í Kína eftir að í ljós kom, að maður sem ók gegn rauðu ljósi og var valdur að láti tveggja einstaklinga, hefur sloppið við fangelsi fyrir að segjast hafa verið andlega úr skorðum þegar slysið átti sér stað.

Lögreglan er sökuð um að hafa boðið manninum að sleppa úr fangelsi með þessum óvenjulega hætti.

Ungt par fórst í árekstrinum sem hlaust af framferði mannsins. Var það í einum þriggja bíla sem Wang ók á, en í einum þeirra slasaðist leigubílstjóri mjög.  Strax eftir atvikið komu fram kröfur um að hinn 35 ára gamli Wang Jilin yrði tekinn af lífi fyrir framferði sitt.

Lögreglan segir skýrslu geðlækna hafa dregið í efa að hægt væri að skella skuldinni á Wang  því þegar hann settist upp í BMW-bíl sinn hafi hann skyndilega „fallið í einhvers konar trans og talið sig vera að dreyma og orðið að koma sér í burtu.“

Atvikið átti sér stað í borginni Nanjing í héraðinu Jiangsu. Myndskeiðið sem fer hér á eftir sýnir atvikið.

mbl.is

Bloggað um fréttina