Rafbílar hafa náð markverðum og mikilvægum áfanga, en hann er sá að milljónasti rafbíllinn er kominn á götuna. Sá söluhæsti er Nissan Leaf.
Það þarf ekki að fara nema áratug aftur í tímann en í þá daga var rafbíllinn frekar framandleg hugmynd og þótti framtíðarmúsík fyrst og fremst. Öflug hagsmunasamtök á borð við olíufyrirtæki gerðu sitt besta til að koma í veg fyrir að þeir næðu fótfestu.
En ljóst má vera að menn sjá ekki framtíðina fyrir sér nema að óverulegu leyti því það telst til mikilla tíðinda í dag, að svo margir rafbílar skuli komnir á götuna, og það á tiltölulega stuttum tíma.
Til marks um hraða þróunarinnar - og kannski það sem koma skal - þá seldist helmingur milljónarinnar á síðustu 14 mánuðum. Stærsti markaðurinn fyrir rafbíla er í Evrópu. Þriðjungur bílanna hefur verið seldur í Bandaríkjunum, skerfur Kína er 15% og Japans 12%.
Af bílunum eru 62% alrafbílar og 38% tengiltvinnbílar, en tíu vinsælustu rafbílarnir munu hafa selst sem næst neðangreindum tölum verður komið:
Nissan Leaf (200.000)
Chevrolet Volt (100.000)
Tesla Model S (85.000)
Toyota Prius (74.000)
Mitsubishi Outlander PHEV (70.000)
Mitsubishi i-MIEV (50.000)
BYD Qin (38.900)
BMW i3 (31.600)
Renault Zoe (31.400)
Ford Fusion SE Energi (24.100)