Þegar 79% barna voru laus í bílnum

00:00
00:00

Fyr­ir þrjá­tíu árum síðan voru 79% barna á leik­skóla­aldri laus í bíln­um þegar byrjað var að kanna notk­un ör­ygg­is­búnaðar hjá börn­um í öku­tækj­um. Síðan þá hef­ur orðið al­ger viðsnún­ing­ur í þess­um efn­um og nú eru börn nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust í bíl­belt­um eða bíl­stól­um þegar það á við. 

Í síðustu könn­un sem gerð var árið 2013 voru 49 leik­skól­ar heim­sótt­ir í 21 bæj­ar­fé­lagi og gerð var at­hug­un á ör­yggi 1976 barna. Þar kom í ljós að 92% barna voru fest með viðeig­andi ör­ygg­is­búnaði, 6% voru ein­ung­is í bíl­belt­um og 2% barna voru laus í bíl­um.

Í dag var starfs­fólk Sam­göngu­stofu að kanna hvernig mál­um var háttað við leik­skól­ann Sjá­land í Garðabæ, þar voru all­ir öku­menn með sitt á hreinu og var vel búið um börn­in. mbl.is var á staðnum og ræddi við Ein­ar Magnús Magnús­son, kynn­ing­ar­stjóra Sam­göngu­stofu, hann hef­ur sinnt slík­um skoðunum í gegn­um tíðina og rifjaði upp sögu af ung­um föður sem hafði mest­ar áhyggj­ur af því að lög­regl­an skipti sér af því að hann væri ekki með barnið í viðeig­andi ör­ygg­is­búnaði.  

Hér er að finna reglu­gerð um ör­yggis­kröf­ur í bíl­um.

Á myndinni táknar rautt laus börn í bíl, gult börn …
Á mynd­inni tákn­ar rautt laus börn í bíl, gult börn sem nota aðeins bíl­belti og grænt börn með viðeig­andi ör­ygg­is­búnað. Heim­ild/​Sam­göngu­stofa
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »