Athugaðu hvort bíllinn þinn er gallaður

Volkswagen hefur viðurkennt að mikill fjöldi bifreiða sem fyrirtækið framleiddi …
Volkswagen hefur viðurkennt að mikill fjöldi bifreiða sem fyrirtækið framleiddi hafi verið með svindlbúnaði. AFP

Þýski framleiðandinn Volkswagen, sem var fundinn sekur um að hafa sett svindlbúnað í fjölda bifreiða sem framleiddar voru undir merkjum Volkswagen, Skoda og Audi hefur opnað fyrir gátt á vefsíðu sinni þar sem viðskiptavinir fyrirtækisins geta athugað hvort bílar þeirra séu með svindlbúnaðinum.

Aðeins þarf að slá inn framleiðslunúmer bílsins og þá liggur niðurstaðan fyrir. Vefsíðan virkar aðeins fyrir Volkswagen bifreiðar, en þó ekki þá sem voru smíðaðir í Bandaríkjunum eða Kanada.

Athugaðu hvort bíllinn þinn er gallaður

mbl.is

Bloggað um fréttina