Lækka vörumerkisvirði Þýskalands

Forsvarsmenn Schaeffler bílaíhlutaframleiðandans, fyrir miðju og til hægri, sjást hér …
Forsvarsmenn Schaeffler bílaíhlutaframleiðandans, fyrir miðju og til hægri, sjást hér við skráningu fyrirtækisins í kauphöll. Minnka þurfti umfang útboðsins eftir að upp komst um hneykslið hjá VW. AFP

Greiningarfyrirtækið Brand Finance hefur lækkað virði Þýskalands í útreikningum sínum á virði þjóðríkja sem vörumerki í kjölfar útblásturshneykslis Volkswagen. Þýskaland trónir því ekki lengur á toppi lista fyrirtækisins yfir öflugustu þjóðvörumerkin, en Singapúr vermir nú toppsætið.

Haft er eftir forstjóra Brand Finance, David Haigh, að það sé sérstakt áhyggjuefni að fyrirtæki sem framleiðir jafn dæmigerðan þýskan bíll og VW skuli hafa hegðað sér með þessum hætti. Hneykslið ógni nú áratuga uppsafnaðri velvild sem Þýskaland hefur áunnið sér alþjóðlega og þetta hneyksli bætist við mútugreiðsluhneyksli Siemens sem hugsanlegt dæmi um almenna slæma viðskiptahætti í landinu.

Íran er hástökkvarinn á lista fyrirtækisins í ár en virði þess er talið hafa hækkað í virði um 59% og er þar þakkað störfum Hassans Rouhani, forseta landsins. Hófstilltir stjórnarhættir hans, stór innri markaður landsins, miklar jarðefnaeldsneytisauðlindir og menntun þjóðarinnar er sérstaklega talið íslamska lýðveldinu til tekna.

Sé tekið tillit til heildarstærðar þjóðanna og vörumerkja þeirra tróna þó Bandaríkin örugglega á toppnum með sinn gríðarstóra innri markað og þar á eftir Kína, Þýskaland, Bretland, Japan, Frakkland og Indland í sjöunda sæti.

Ísland er í nítugasta sæti í sama flokki hjá Brand Finance, metið á 11 milljarða dollara, einu sæti á eftir Sambíu og einu á undan Kýpur.

Hér má sjá skýrsluna í heild á vef Brand Finance.

The World’s 100 Most Valuable Nation Brands

Rank 2015

Rank 2014

Nation

National Brand Value 2015  (USDbn)

Change (%)

National Brand Value (USDbn)

Brand Strength 2015 (Rating)

Brand Strength 2014 (Rating) (Rebased)

1

1

United States

19,703

2%

19,261

AAA-

AAA-

2

2

China

6,314

-1%

6,352

AA-

A+

3

3

Germany

4,166

-4%

4,357

AAA-

AAA-

4

4

United Kingdom

3,010

6%

2,833

AAA-

AAA-

5

5

Japan

2,541

3%

2,458

AAA-

AA+

6

7

France

2,158

4%

2,076

AA

AA

7

8

India

2,136

32%

1,621

A+

A+

8

6

Canada

2,040

-8%

2,212

AAA-

AAA-

9

11

Italy

1,445

12%

1,289

A

A

10

9

Australia

1,404

-10%

1,555

AA+

AA+

11

10

Brazil

1,171

-17%

1,403

A-

A

12

15

South Korea

1,092

10%

997

AA-

AA-

13

13

Mexico

1,091

6%

1,027

A

A

14

16

Switzerland

1,024

6%

970*

AAA

AAA

15

14

Netherlands

1,000

-3%

1,026

AAA-

AAA-

16

18

Spain

872

9%

801

AA-

AA-

17

17

Sweden

814

2%

802

AAA-

AAA-

18

12

Russia

810

-31%

1,167

A

A-

19

19

Turkey

668

-11%

751

A+

A+

20

20

Poland

566

-6%

602

A+

A

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka