U-beygja gagnvart dísilbílnum

Þannig fer væntanlega fyrir mörgum dísilbílum í Frakklandi á næstu …
Þannig fer væntanlega fyrir mörgum dísilbílum í Frakklandi á næstu misserum. mbl.is/afp

Það er ekki ein­ung­is að franska stjórn­in ætli að hækka skatta á dísi­lol­íu og eyða þeim mis­mun sem verið hef­ur í skatt­lagn­ingu bíla­eldsneyt­is. Með fjár­stuðningi hvet­ur hún líka eig­end­ur dísil­bíla til að losa sig við þá.

Með svo­nefnd­um „bíl­breyt­inga­styrk“ legg­ur rík­is­sjóður fram 3.700 evr­ur við kaup á nýj­um raf­bíl í skipt­um fyr­ir dísil­bíl 15 ára og eldri, og 2.500 við kaup á nýj­um tvinn­bíl.

Þessu til viðbót­ar standa til boða al­menn­ir styrk­ir á bil­inu 6.500 til 10.000 evr­ur vegna kaupa á raf­bíl eða mjög spar­neytn­um bíl með bruna­vél. Fást þeir hvort held­ur er fyr­ir bíla með bens­ín- eða dísil­vél og ræður ald­ur út­skiptu bíl­anna styrkupp­hæðinni.

Efnam­inni fjöl­skyld­um stend­ur að auki til boða 1.000 evru styrk­ur fyr­ir að skipta út dísil­bíl í staðinn fyr­ir nýj­an bíl eða notaðan sem los­ar und­ir 100 g/​km af gróður­húsalofti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »