U-beygja gagnvart dísilbílnum

Þannig fer væntanlega fyrir mörgum dísilbílum í Frakklandi á næstu …
Þannig fer væntanlega fyrir mörgum dísilbílum í Frakklandi á næstu misserum. mbl.is/afp

Það er ekki einungis að franska stjórnin ætli að hækka skatta á dísilolíu og eyða þeim mismun sem verið hefur í skattlagningu bílaeldsneytis. Með fjárstuðningi hvetur hún líka eigendur dísilbíla til að losa sig við þá.

Með svonefndum „bílbreytingastyrk“ leggur ríkissjóður fram 3.700 evrur við kaup á nýjum rafbíl í skiptum fyrir dísilbíl 15 ára og eldri, og 2.500 við kaup á nýjum tvinnbíl.

Þessu til viðbótar standa til boða almennir styrkir á bilinu 6.500 til 10.000 evrur vegna kaupa á rafbíl eða mjög sparneytnum bíl með brunavél. Fást þeir hvort heldur er fyrir bíla með bensín- eða dísilvél og ræður aldur útskiptu bílanna styrkupphæðinni.

Efnaminni fjölskyldum stendur að auki til boða 1.000 evru styrkur fyrir að skipta út dísilbíl í staðinn fyrir nýjan bíl eða notaðan sem losar undir 100 g/km af gróðurhúsalofti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka