Negld vetrardekk spjara sig best

Vetrardekkin bæta veggrip í veðurhörkum.
Vetrardekkin bæta veggrip í veðurhörkum.

Negld vetr­ar­dekk spjara sig best í vetr­ar­færi Norður­slóða og það með nokkr­um yf­ir­burðum yfir þau ónegldu. Eru það niður­stöður könn­un­ar Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) á gæðum vetr­ar­hjól­b­arða.

„Heml­un­ar­vega­lengd þeirra á ís er alltaf um­tals­vert styttri en hinna ónegldu. Besta óneglda vetr­ar­dekkið á ís er Michel­in. Það nær samt ekki að stöðvast á 50 km hraða á klst fyrr en eft­ir 55,6 metra. Þá tapa þau negldu heml­un­ar­eig­in­leik­um sín­um á ís hæg­ar eft­ir því sem þau slitna meir, held­ur en ónegldu dekk­in gera,“ seg­ir á vef­setri FÍB um könn­un­ina.

Könn­un­in náði til vetr­ar­hjól­b­arða sem sér­stak­lega eru gerðir til akst­urs í vetr­ar­ríki norðlægra slóða. Þótt negldu dekk­in séu ennþá með besta veggripið á ís skipta nagl­arn­ir minna máli í akstri í snjó. Þar bæta þeir heml­un­ar­get­una lítt og reynd­ar hemla sum ónegldu dekk­in bet­ur í snjó en þau negldu.

Neglda Goo­dye­ar dekkið reynd­ist þó hemla best í snjón­um. Þegar hemlað var á 80 km hraða stöðvaðist bíll­inn eft­ir 51,8 metra. Hið óneglda Pirelli dekk stöðvaðist við sömu aðstæður eft­ir 52,2 metra. En al­mennt eru ónegldu dekk­in þægi­legri í akstri en þeu negldu. Þau eru lág­vær­ari á auðum vegi og með þau er fólk ekki jafn bundið af því að setja ónegldu vetr­ar­dekk­in und­ir bíl­ana eða taka þau und­an þeim við til­tekna daga í daga­tal­inu haust og vor.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »