2,5 lítrar á hundraðið

Daihatsu D-Base á sýningunni í Tókýó.
Daihatsu D-Base á sýningunni í Tókýó.

Daihatsu-merkið er á hraðri uppsiglingu í Japan og enn sem komið er eru bílar frá þessum framleiðanda að mestu leyti aðeins seldir í Japan.

Á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Tókýó teflir Daihatsu fram bíl að nafni D-Base sem vakið hefur þar athygli. Hann er svonefndur kei-bíll, en í því felst að hann er skattfrjáls og undanþeginn bílastæðagjöldum í japönskum stórborgum. Um 40% allra nýskráðra bíla í Japan eru í þessum stærðarflokki.

D-Base er 3,4 metra langur, 1,48 metra breiður og 1,49 metra hár. Hann er knúinn vél með 660 rúmsentimetra slagrými og staðhæfir Daihatsu, að hann fari með aðeins 2,5 lítra eldsneytis á hundrað kílómetra.

Enn sem komið er er hér um hugmyndabíl að ræða en hann er sagður greiða götuna fyrir nýrri kynslóð Daihatsu Mira, sem einnig er kei-bíll og lykilbíll í velgengni bílsmiðsins á heimamarkaði.

D-Base ætti að öllu forfallalausu að koma á götuna sem raðsmíðaður bíll á næsta ári, 2016.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina