Fágætur Bimmi brátt boðinn upp

Framleiðsla á BMW 507 hófst 1956.
Framleiðsla á BMW 507 hófst 1956.

Einu sinni ætluðu Bayerische Motoren Werke – eða bara BMW eins og framleiðandinn er kallaður í daglegu tali – að koma sér þægilega fyrir á verðbili sem varð til á markaðnum á milli hinna feikilega dýru Mercedes-Benz 300 SL og svo hinna ódýrari Triumph- og MG-sportbíla.

Í þessum tilgangi varð BMW 507 til og hófst framleiðslan á honum árið 1956. Fljótlega kom þó í ljós að framleiðslukostnaðurinn var meiri en gert var ráð fyrir svo bíllinn féll ekki með góðu móti á fyrirhugaða markaðssyllu og framleiðslunni þar með sjálfhætt; BMW vissi sem var að á þeim tíma bar 300 SL ægishjálm yfir tveggja sæta sportbílamarkaðinn og ástæðulaust að reyna að velta honum úr sessi.

Innblástur fyrir seinni tíma BMW

Þar af leiðandi var ekki nema 251 stykki af 507 bílnum smíðað og framleiðslunni var endanlega hætt árið 1959. Bíllinn er því geysilega fágætur en það sem meira er, bíllinn var einnig smíðaður í svokallaðri Series II týpu og af henni voru ekki búin til nema 217 eintök.

Merkilegt nokk er einn af þeim, Series II, á leiðinni á uppboð hjá Sotheby's í New York nú í desembermánuði. Eintakið ku vera með afbrigðum vel með farið, samkvæmt fréttatilkynningu frá Sotheby's Design by Disruption og er umræddur bíll gljásvartur með rauðu leðuráklæði.

Þó að ekki hafi margir barið slíkan bíl augum sakir þess hver fágætur hann er þá kannast bílaáhugafólk eflaust að einhverju leyti við línur hans. Ástæðan? Jú, 507-bíllinn er að stórum hluta fyrirmyndin að BMW Z8.

Og sé einhver í rauninni að velta fyrir sér verðinu er búist við að hann fari á um 2,3 milljónir Bandaríkjadala. Það gera röskar 300 milljónir íslenskra króna. Gleðileg jólin!

jonagnar@mbl.is

Framleiðsla á BMW 507 hófst 1956.
Framleiðsla á BMW 507 hófst 1956.
Framleiðsla á BMW 507 hófst 1956.
Framleiðsla á BMW 507 hófst 1956.
Framleiðsla á BMW 507 hófst 1956.
Framleiðsla á BMW 507 hófst 1956.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina