Kaupir 240 Renault Kangoo-rafbíla

Rafknúnu Renault Kangoopóstbílarnir bíða afhendingar í Noregi.
Rafknúnu Renault Kangoopóstbílarnir bíða afhendingar í Noregi.

Norskir póstmenn verða fremur hljóðlátir í framtíðinni, alla vega farartæki þeirra. Hefur Noregspóstur keypt 240 rafbíla frá Renault til að dreifa bögglum um land allt.

Bílarnir eru af gerðinni Renault Kangoo, nánar tiltekið Kangoo Maxi Z.E., og verða þeir afhentir í Ósló í þessari viku. Er þetta með stærstu afhendingum rafbíla á einu bretti sem vitað er um.

Posten, eins og fyrirtækið heitir, nýtir sér miklar ívilnanir sem kaupendum rafbíla standa til boða í Noregi, þar á meðal að leggja ókeypis í bílastæði og sleppa undan skráningargjöldum.

Markmið Posten er að minnka losun sína á gróðurhúsalofti um 40% fyrir árið 2020. Renault-rafbílarnir bætast í farartækjaflota sem fyrir eru í 900 eintök, þar á meðal rafbílar og reiðhjól knúin rafmagni. Kangoo Maxi Z.E.-póstbílarnir munu draga um 170 kílómetra á einni hleðslu. Þeir verða allir í hinum hefðbundna lit póstsins, rauðum.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: