Kia segir vetnið framtíðina

Kia hefur gert tilraunir með vetnisbílinn Borrego.
Kia hefur gert tilraunir með vetnisbílinn Borrego.

Kóreski bílsmiðurinn Kia segir að vetni eigi eftir að valda byltingu í bílaframleiðslu. Boðar Kia smíði slíkra bíla er koma muni á götuna frá og með 2020.

Bílsmiðir eins og Hyundai og Toyota hafa þegar komið með vetnisbíla á almennan markað og mörg fyrirtæki hafa skýrt frá áformum um þróun og framleiðslu slíkra bíla á næstu árum.

Kia áætlar að smíða eitt þúsund vetnisbíla á ári til að byrja með en auk þeirra kveðst fyrirtækið munu snúa sér að smíði rafbíla. Með öðrum orðum að dregið verði úr áherslu á framleiðslu bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti.

Að sögn Kia eru 60% allrar hreinsaðar olíu brúkuð til framleiðslu rafmagns sem brúkað er í samgöngum. Bílaframleiðslan í heiminum sé ábyrg fyrir 23% allrar skaðlegrar losunar út í andrúmsloftið. Draga mætti úr því með framleiðslu hreinni ökutækja en nú er gert.

Umhverfisstjóri Kia, Sae Hoon Kim, segir að heildarframleiðsla vetnis í veröldinni nemi 38 milljónum tonna á ári. Dugi það magn til að knýja um 190 milljónir vetnisbíla.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina