Fyrstu myndir af risaverksmiðju Tesla

Verksmiðjan sem nefnist Gigafactory.
Verksmiðjan sem nefnist Gigafactory. Mynd af heimasíðu Tesla

Elon Musk, stofnandi Tesla, er að byggja risavaxna verksmiðju sem nefnist Gigafactory í Nevada í Bandaríkjunum. Verksmiðjan verður fullkláruð árið 2020 og hingað til hefur ljósmyndurum ekki verið hleypt þar inn.

Ljósmyndarinn James Lipman fékk þó að kíkja inn á dögunum og birti hann nokkrar myndir á Instagram síðu sinni. Talið er líklegt að hann hafi verið að ljósmynda kynningarefni fyrir fyrirtækið.

Í verksmiðjunni verða lithium-ion rafhlöður framleiddar fyrir rafmagnsbíla Tesla. Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins gerir Tesla fyrir að framleiða 500 þúsund bíla á ári frá 2015 til 2020. Til þess að mæta þeirri þörf þarf aukna framleiðslu á rafhlöðum.

Fjárfestingin í verksmiðjunni nemur fimm milljörðum Bandaríkjadala, eða um 645 milljörðum íslenskra króna. Í verksmiðjunni verða til störf fyrir 6.500 starfsmenn og talið er að hún skapi störf fyrir hátt í 4.000 manns á byggingartíma.

#hypermodern #Tesla #Gigafactory 1 at Sparks, NV

A photo posted by James Lipman (@jameslipman) on Dec 26, 2015 at 4:18pm PST



#Tesla #Gigafactory 1 site at Sparks, NV

A photo posted by James Lipman (@jameslipman) on Dec 26, 2015 at 4:15pm PST



mbl.is

Bloggað um fréttina