Ný kynslóð af lúxussportjeppanum RX 450h verður frumsýnd hjá Lexus, Kauptúni 6 í Garðabæ laugardaginn 9. janúar frá kl. 12:00 – 16:00
„RX 450h er glæsilegur fulltrúi nýrrar hönnunarlínu frá Lexus þar sem skarpar línur í bland við fágaðan lúxus mynda umgjörð fyrir afar sérstaka akstursupplifun,“ segir í tilkynningu frá Toyota um frumsýninguna.
Lexus RX 450h er nú með endurhannaða 3,5 lítra V6 bensínvél sem ásamt hybridkerfinu skilar 313 hestöflum.