Ford hellir sér í rafbílasmíði

Ford er að setja feikna kraft í þróun og smíði …
Ford er að setja feikna kraft í þróun og smíði rafbíla.

Ford hef­ur ákveðið að fjár­festa sem svar­ar 600 millj­örðum ís­lenskra króna í raf­bíla­smíði á kom­andi fimm árum.

Set­ur Ford þar með feikna kraft í þenn­an þátt starf­semi sinn­ar en á tíma­bil­inu ætl­ar banda­ríski bílris­inn að þre­falda fjölda raf- og tvinn­bíla­mód­ela sinna.

Þetta ákveður Ford á sama tíma og sala á bíl­um knún­um jarðefna­eldsneyti hef­ur aldrei verið kröft­ugri á heima­markaði fyr­i­r­itæk­is­ins, í Banda­ríkj­un­um. Hef­ur hríðlækk­andi olíu­verð lokkað neyt­end­ur aft­ur yfir á stóra jeppa og pall­bíla, miðað við það sem verið hef­ur nokk­ur und­an­far­in ár.
 
Tak­mark Ford er að bjóða árið 2020 upp á 19 mód­el af raf- og tvinn­bíl­um í stað sex í dag. Tæp­lega helm­ing­ur fjár­ins verður brúkaður til að þróa raf­geym­a­tækni.

mbl.is

Bílar »