Outlander vinsælasti fjórhjóladrifsbíllinn

Mitsubishi Outlander seldist mest fjórhjóladrifsbíla í Noregi 2015.
Mitsubishi Outlander seldist mest fjórhjóladrifsbíla í Noregi 2015.

Vinsælasti fjórhjóladrifsbíllinn í  Noregi árið 2015 reyndist Mitsubishi Outlander, eftir harða samkeppni um neytendur við Tesla Model S rafbílinn.

Ríflega þriðjungur allra nýskráðra bíla í Noregi í fyrra voru með drifi á öllum fjórum hjólum, eða 56.877 bílar af alls 150.686, samkvæmt upplýsingum frá umferðastofunni norsku (OFV).  Nemur skerfurinn 34,0%

Tíu mest seldu fjórhjóladrifsbílarnir í Noregi í fyrra voru annars sem hér segir:

1. Mitsubishi Outlander:     3.859
2. Tesla Model S:         3.712         
3. Toyota Rav4:             3.599
4. Mazda CX-5:             3.094
5. Skoda Octavia:         3.030
6. Volvo XC60:             2.162
7. Volvo V70:             1.558
8. Volkswagen Golf:         1.380
9. Suzuki Vitara:         1.378
10. Subaru Outback:         1.364

mbl.is

Bloggað um fréttina