Tengiltvinnbílar flæða yfir Noreg

BMW X5 tengiltvinnbíll í hleðslu.
BMW X5 tengiltvinnbíll í hleðslu.

Tengiltvinnbílum fjölgaði verulega í Noregi á nýliðnu ári og þykir sérfræðingum þar í landi allar líkur á að flóðið haldi áfram í ár. Samdrátturinn í efnahagslífinu á árinu hefur ekki sagt til sín í bílasölu.

Alls voru nýskráðir 7.817 bílar þessarara gerðar sem er 366% aukning frá árinu 2014, að sögn umferðarstofunnar norsku.
 
Með tilkomu nýrra módela og lækkun opinberra gjalda á vistvænum bílum mun tengiltvinnbílum fjölga verulega á nýbyrjuðu ári, 2016.

Bifreiðaumboðin horfa fram á góða daga. Þannig gera umboðsaðilar Volkswagen ráð fyrir því að 80% kaupenda VW Passat í ár velji tengiltvinnbílsútgáfuna.

Fyrir liggja miklar pantanir í bíla eins og Volvo XC90 T8, Mercedes GLE, BMW X5 og Audi Q7. Þá ríkir talsverð eftirvænting vegna Mercedes GLC og síðan hefur BMW boðað nýjungar í 3-seríunni.

Skráðir tengiltvinnbílar í Noregi árið 2015 voru sem hér segir:

Mitsubishi Outlander: 2.875
Volkswagen Golf: 2.000       
Audi A3: 1.684
Volvo V60: 835
Mercedes-Benz C-klasse: 101        
Volkswagen Passat: 85           
BMW X5: 63            
Porsche Cayenne: 51           
BMW i8: 38
BMW i3: 35            
Toyota Prius: 23
Mercedes-Benz GLE: 18         
Mercedes-Benz S-klasse: 4           
BMW 2-serie: 3       
Volvo XC90: 2

mbl.is

Bloggað um fréttina