„Ofbeldi“ gegn bílum

Fækka á akreinum Grensásvegar milli Miklubrautar og Bústaðavegar í tvær …
Fækka á akreinum Grensásvegar milli Miklubrautar og Bústaðavegar í tvær og fjölga göngu- og hjólastígum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vara­formaður Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda er ómyrk­ur í máli um fyr­ir­hugaða fækk­un bíla­ak­reina á Grens­ás­vegi. Í færslu á per­sónu­legri bloggsíðu sinni sak­ar hann borg­ar­yf­ir­völd meðal ann­ars um of­beldi gegn þeim sam­göngu­máta sem flest­ir kjósi í Reykja­vík. Eng­in slys hafi orðið á gang­andi og hjólandi veg­far­end­um á veg­arkafl­an­um.

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti í vik­unni að fækka ak­rein­um á Grens­ás­vegi á milli Miklu­braut­ar og Bú­staðaveg­ar úr fjór­um í tvær og bæta við göngu- og hjóla­stíg­um. Ólafi Guðmunds­syni, vara­for­manni FÍB, lýst illa á áformin og sak­ar Dag B. Eggerts­son, borg­ar­stjóra, og S. Björn Blön­dal, formann borg­ar­ráðs, um að vera í for­ystu þeirra „sem vilja allt til vinna til að spilla sam­göngu­máta mik­ils meiri­hluta borg­ar­búa“.

Full­yrðir Ólaf­ur að Grens­ás­veg­ur á þess­um kafla sé al­ger­lega slysa­laus á gang­andi og hjólandi veg­far­end­um frá 2007 til 2014. Sam­kvæmt slysa­korti Sam­göngu­stofu virðist sú full­yrðing á rök­um reist. Hins veg­ar hafa nokk­ur bíl­slys orðið á veg­arkafl­an­um á þessu tíma­bili, þar á meðal árekst­ur tveggja bíla þar sem átt­ræður karl­maður slasaðist al­var­lega en karl­maður á þrítugs­aldri slasaðist lít­il­lega í nóv­em­ber 2014.

Þá seg­ir Ólaf­ur að eng­ar raun­taln­ing­ar á um­ferð bíla á þess­um kafli liggi fyr­ir og borg­ar­yf­ir­völd styðjist aðeins við út­reikn­inga og ágisk­an­ir. Eins viti eng­inn hversu marg­ir gangi eða hjóli yfir Grens­ás­veg, né held­ur hvar. Koma mætti fyr­ir tvö­föld­um hjóla­stíg aust­an­meg­in við göt­una og mjókka miðeyj­una en það seg­ir Ólaf­ur að hafi verið fellt af nú­ver­andi meiri­hluta í fyrra. Þessu fylgi jafn­framt að taka út hægri­beygju­vas­ana við Bú­staðaveg og auka þar á þær tepp­ur sem eru fyr­ir.

„Af hverju í dauðanum að und­ir­búa þetta ekki bet­ur, byggt á raun­veru­leg­um þörf­um, taln­ing­um og út­færsl­um sem eru bæði ódýr­ari og skyn­sam­ari. Svarið er póli­tísk­ar kredd­ur, rétt[t]rúnaður og of­beldi gagn­vart þeim sam­göngu­máta sem flest­ir kjósa í Reykja­vík,“ skrif­ar vara­formaður FÍB.

Blogg­færsla vara­for­manns FÍB

mbl.is

Bílar »