„Lýsir brengluðu viðhorfi“

Ágúst Mogensen
Ágúst Mogensen mbl.is/SteinarH

„Það sem þarna sést lýs­ir brengluðu viðhorfi,“ sagði Ágúst Mo­gensen, rann­sókn­ar­stjóri hjá Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa, í Kast­ljósþætti Rík­is­út­varps­ins í kvöld eft­ir að hon­um höfðu verið sýnd­ar síma­upp­tök­ur sem ein­stak­ling­ar í röðum flutn­inga­bíl­stjóra hafa gert und­ir akstri og deilt sín á milli yfir netið. Fram kom í þætt­in­um að aðstand­end­ur hans hefðu að und­an­förnu safnað slík­um upp­tök­um þar sem glæfra­akst­ur sé meðal ann­ars myndaður.

Fram kom í máli Ágúst­ar að ekki væri spurn­ing að fram­ferði um­ræddra flutn­inga­bíl­stjóra væri ólög­legt og mik­il­vægt væri að tekið væri fast­ar á mál­um þar sem farsím­ar væru í notk­un und­ir stýri. Lög­regl­an væri ekki að sinna þeim nægj­an­lega mikið. Þá þyrfti að hans mati að kanna hvort end­ur­skoða þyrfti lög­gjöf í þess­um efn­um. Með þessu fram­ferði væru bíl­stjór­ar bæði að stofna sér sjálf­um í mikla hættu og öðrum í um­ferðinni. Rifjað var upp að sekt­ir fyr­ir að nota farsíma und­ir stýri væri 5 þúsund krón­ur en 10 þúsund krón­ur fyr­ir að aka án ör­ygg­is­belt­is.

Mynd­bönd­in, sem deilt er á Snapchat í hóp sem tel­ur um eitt þúsund manns sam­kvæmt því sem fram kom í Kast­ljósþætt­in­um, sýna akst­ur bæði í þétt­býli og dreif­býli. Meðal ann­ars framúrakst­ur og við aðstæður þar sem um­ferð hef­ur verið mik­il og aðstæður var­huga­verðar. Nær und­an­tekn­inga­laust er um að ræða bíl­stjóra stórra fæ­utn­inga­bif­reiða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »