Um 35% þeirra ökumanna sem segjast tala í farsíma án handfrjáls búnaðar segjast nota hann til annars, t.d. senda sms eða fara á netið oft, stundum eða sjaldan.
Um 62% vegfarenda segja farsímanotkun ökumanna valda truflun og álagi við akstur.
Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Gallup gerði í lok síðasta árs meðal vegfarenda um umferðarhegðun almennings. Samgöngustofa og áður Umferðarstofa hafa látið gera slíkar kannanir árlega frá árinu 2005, en um mál þetta er fjallað í Morgunblaðinu í dag.