Aftur til framtíðar: DeLorean snýr aftur

DeLorean DMC-12 verður senn smíðaður á ný, eftir 34 ára …
DeLorean DMC-12 verður senn smíðaður á ný, eftir 34 ára hlé.

Hér kem­ur eitt­hvað fyr­ir alla retró-bílanör­d­ana. Banda­ríski sport­bíll­inn sem notaður var til tíma­ferðalaga í hinum geysi­vin­sælu kvik­mynd­um Aft­ur til framtíðar snýr senn aft­ur.

Bíla­fram­leiðand­inn DeL­or­e­an Motor Comp­any kynnti ný­verið áætlan­ir sín­ar um að smíða 300 stykki til viðbót­ar af hinum goðsagna­kennda bíl DeL­or­e­an DMC-12, eft­ir rösk­lega 34 ára hlé.

Bíll­inn verður smíðaður í Texas og verður not­ast við upp­runa­leg mót og áhöld við gerð bíl­anna 300. Verðið verður ekki und­ir 100.000 Banda­ríkja­döl­um – um 12,7 millj­ón­ir ís­lenskra króna – og munu bíl­ar með sér­stak­lega afl­mikl­ar vél­ar kosta enn meira.

Vél­arn­ar í téðum DeL­or­e­an DMC-12 bíl­um verða upp­færðar til nú­tím­ans enda hef­ur ýmsu fleygt fram í hönn­un bíl­véla síðan 1982. Útlit bíls­ins, sem iðulega skartaði mattsilfraðri áferð í burstuðu stáli, verður eft­ir sem áður sú sama. Þá verða væng­h­urðirn­ar vita­skuld á sín­um stað.

jonagn­ar@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »