Bylting í dönskum bílasamgöngum

Vetnisbíll á nýrri tankstöð í Danmörku. Tanka má vetnisbíla á …
Vetnisbíll á nýrri tankstöð í Danmörku. Tanka má vetnisbíla á nokkrum mínútum. Í framtíðinni munu Danir geta keyrt um á vetni sem framleitt er af umframstraumi frá vindmyllum í orkudreifikerfinu. Ljósmyndir/H2Logic

„Það er eitt­hvað freist­andi við raf­bíla. Þeir eru meira og minna hljóðlát­ir og svara leift­ursnöggt þótt til­tölu­lega létt sé stigið á inn­gjöf­ina. En hvaða gagn er að því þegar menn vilja skreppa frá Ska­gen til Kaup­manna­hafn­ar og raf­hleðslan dug­ar aðeins nokk­ur hundruð kíló­metra?“

Þannig er spurt í upp­hafi um­fjöll­un­ar um vetn­i­svæðingu bíl­sam­gangna í Dan­mörku í einu stærsta blaði lands­ins, Jyl­l­and­sposten, fyr­ir helgi. Tak­markað drægi er helsta ástæða þess að raf­bíl­arn­ir hafa enn ekki rutt bens­ín­bíl­un­um af veg­un­um. En það á kannski eft­ir að breyt­ast á næstu árum, þökk sé þróun sem lík­lega mun koma flest­um í opna skjöldu.

Í mestu kyrrþey er vetni nefni­lega að verða lyk­ilþátt­ur í nýrri framtíð þar sem Dan­mörk verður ekki leng­ur háð jarðefna­eldsneyti eins og olíu og kol­um. Vetnið er lyk­ill­inn að því að bens­ín­bíl­um verði ofaukið á veg­un­um.

Á sumri kom­anda verður Dan­mörk fyrsta landið í ver­öld­inni þar sem hægt verður að aka hring­inn í kring­um landið án þess að þurfa stoppa tím­um sam­an til áfyll­ing­ar eða raf­hleðslu. Það verður að þakka neti 12 tankstöðva fyr­ir vetni sem lokið verður við að reisa í vor. Þá munu vetn­is­bíl­ar getað ekið frá Ska­gen til Kaup­manna­hafn­ar í ein­um áfanga, ólíkt venju­leg­um raf­bíl­um, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um vetn­i­svæðingu í dönsk­um bíla­sam­göng­um í blaðinu Jyl­l­and­sposten.

Eins og raf­bíl­ar

Vetn­is­bíl­ar eru í aðal­atriðum eins og raf­bíl­ar en nota vetni sem afl­gjafa en ekki raf­hlöður. Tanka má vetn­is­bíl álíka hratt og bens­ín­bíla. Þar með er kom­ist hjá því að bíða klukku­stund­um sam­an eft­ir að end­ur­hlaða raf­geyma. Vetn­inu er breytt í raf­orku við efna­hvörf í vél vetn­is­bíls. Þótt aðeins séu um eitt hundrað slík­ir komn­ir á göt­una í Dan­mörku þá telja fróðir að það muni breyt­ast hratt og þeim fjölga jafnt og þétt.

„Þró­un­in er mjög kröft­ug um þess­ar mund­ir. Bíla­fram­leiðend­ur verja nú um stund­ir mikl­um fjár­hæðum í þróun og smíði vetn­is­bíla,“ seg­ir Tejs Laust­sen Jen­sen, fram­kvæmda­stjóri Partnerska­bet for Brint og Brænd­selscell­er í Jót­land­s­póst­in­um. Seg­ir hann tankstöðvavæðing­una í Dan­mörku og verðandi fram­leiðslu­stöð fyr­ir vetni nyrst á Jótlandi vekja mikla at­hygli í öðrum lönd­um og með fram­vind­unni fylg­ist marg­ir náið með. Stór hluti þess vetn­is sem nú er meðal ann­ars brúkað á bíla í Dan­mörku er inn­flutt frá Þýskalandi. Það mun breyt­ast 2017 þegar starf­semi vetn­is­stöðvar­inn­ar Hydrogen Valley í Ho­bro við Maria­ger­fjörð hefst. Þar verður vindorka danskra vind­mylla beisluð til fram­leiðslu vetn­is með raf­grein­ingu. Verður verk­smiðjan sú stærsta sinn­ar teg­und­ar í Dan­mörku.

„Snilld­in við þessa fram­leiðslu er að við mun­um fram­leiða vetni á þeim tíma sól­ar­hrings­ins þegar meira raf­magn er í dreifi­kerf­inu en þörf er á og raf­magnið ódýrt. Í stað þess að selja Þjóðverj­um „um­framork­una“ ódýrt breyt­um við henni í vetni og selj­um meðal ann­ars til notk­un­ar í sam­göng­um,“ seg­ir stöðvar­stjór­inn Lars Udby í Jyl­l­and­sposten.

Á sama tíma og Silicon Valley í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um er miðpunkt­ur ný­tækni, er Hydrogen Valley og Cemtec-iðngarðarn­ir í Ho­bro á góðri leið með að verða dönsk hliðstæða inn­an vetn­is­geir­ans. Frá ár­inu 2001 hef­ur Hydrogen Valley skapað rúm­lega 200 ný störf á Jótlandi norðan­verðu og eykst fjöld­inn til muna þegar vetn­is­verið hef­ur starf­semi. Í ná­grenni þess skap­ast grund­völl­ur fyr­ir frek­ari iðnað þar sem fyr­ir­tæki geta losnað við kostnað með því að taka vetni inn í starf­semi sína með leiðslum beint frá ver­inu.

Um­framorka nýtt til vetn­is­fram­leiðslu

Við dönsk­um raf­orku­neyt­end­um blas­ir að ork­an mun lækka í verði fái hinn upp­renn­andi vetn­isiðnaður kröft­ug­an vind í segl­in. Rann­sókn­ir sýna, að verði snjall­tækni beitt við raf­orku­notk­un og hún gerð sveigj­an­legri gæti sparnaður sam­fé­lags­ins klár­lega numið um millj­arði danskra króna árið 2035. Þetta er niðurstaða grein­ing­ar Dansk Energi og Energ­inet.dk. Í þessu dæmi veg­ur hlut­ur vetn­is þungt, kem­ur þar fram.

Stór hluti danska orku­dreifi­kerf­is­ins reiðir sig á vindorku og sól­orku. En þegar lygn­ir og dreg­ur ský fyr­ir sólu dett­ur sú fram­leiðsla niður og þá verða Dan­ir að flytja inn raf­orku frá grann­lönd­un­um, oft­ast við háu verði. Þessu mætti kom­ast hjá ef tak­ast mætti að geyma um­framork­una sem til að mynda vind­myll­urn­ar fram­leiða á nótt­unni. Er það verðandi viðfangs­efni að þróa leiðir til þess svo ekki þurfi að stöðva vind­myll­urn­ar þegar hressi­lega blæs.

Þar gæti vetni komið veru­lega við sögu, að sögn Steen Vestervang hjá Energ­inet.dk. Það gæti bætt upp hvort sem væri þegar raf­orku­fram­leiðslan er mik­il eða of lít­il. Um­framork­una gætu vetn­is­verk­smiðjur breytt í vetni sem geyma mætti til seinna brúks. Raf­grein­ing­in gæti tekið við um­fram­straumn­um og klofið vatnið niður í vetni og súr­efni. Stóra áskor­un­in er að reisa innviði til þess. Það fel­ur í sér mikl­ar fjár­fest­ing­ar en með tím­an­um mun bæði tækn­in verða skil­virk­ari og ódýr­ari.

Aðeins mun taka þrjár mín­út­ur að fylla tóm­an tank vetn­is­bíla framtíðar­inn­ar. Á tankfylli munu þeir draga allt að 700 km. Þeir menga ekki neitt og eina afurðin sem þeir skila frá sér er hreint vatn. Vetni mun ekki bara knýja fólks­bíla, held­ur til dæm­is einnig hóp­ferðabíla og vöru­lyft­ara.

Vetn­is­bíla­væðing hröð í Dan­mörku

Frá ár­inu 2011 hef­ur verið stefnt að því að vetn­is­bíl­ar næðu fót­festu í Dan­mörku á ár­inu 2015. Allt bend­ir til að það hafi heppn­ast og að árið í fyrra hafi markað þátta­skil í vetn­i­svæðingu í Dan­mörku.

Vetn­is­bíl­um fjölgaði á ár­inu fjór­falt eða um 52 ein­tök. Er þá að finna í 10 bæj­um um land allt. Um ára­mót­in hafði vetn­is­bíla­flot­inn sam­tals lagt að baki 870.000 kíló­metra frá því fyrsti bíll­inn kom á göt­una 2011.

Nokkr­ir bíla­fram­leiðend­ur bjóða nú vetn­is­bíla á markaði í Dan­mörku og fleiri munu bæt­ast við á næstu miss­er­um. Íviln­an­ir til kaupa á slík­um far­ar­tækj­um hafa verið fram­lengd­ar til 2018, en það ár er von­ast til að um fimm hundraðasti vetn­is­bíll­inn komi á göt­una. Þrjár nýj­ar tankstöðvar voru opnaðar á ár­inu og verða alls 12 víðsveg­ar um land í byrj­un sum­ars.

88% meira vetni á bíla 2015

Nú er hægt að tanka vetni á bíl­inn í átta dönsk­um bæj­um. Tan­kvæðing­in verður kom­in á það stig á næstu mánuðum, að tankstöð verður í inn­an við 15 kíló­metra fjar­lægð frá heim­il­um 50% þjóðar­inn­ar. Sala á vetni til notk­un­ar á bíl­um jókst stór­lega í fyrra. Til dæm­is jókst hún um 43% á öðrum árs­fjórðungi. Neysl­an þá mánuði þrjá dugði til sem svar­ar 125.000 kíló­metra akst­urs. Dælt var 88% meira vetni á bíla árið 2015 miðað við árið áður. Vetn­is­notk­un­in allt árið 2011 sam­svar­ar aðeins eins mánaðar dæl­ingu nú til dags á tankstöðinni í suður­höfn­inni í Kaup­manna­höfn. agas@mbl.is

Mikil fjölgun hefur orðið á vetnisbílum í Danmörku.
Mik­il fjölg­un hef­ur orðið á vetn­is­bíl­um í Dan­mörku.
Á tankfylli dregur vetnisbíll um 700 kílómetra.
Á tankfylli dreg­ur vetn­is­bíll um 700 kíló­metra.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »