Raf- og bensínbílar munu kosta jafnt um 2025

Brátt standa rafbílar jafnfætis í verði við bensín- og dísilbíla.
Brátt standa rafbílar jafnfætis í verði við bensín- og dísilbíla.

Virki verðið á raf­bíl­um frá­hrind­andi og fæli neyt­end­ur frá því að leggja bens­ín­hák­um og fjár­festa í raf­drifn­um bíl gætu breyt­ing­ar orðið þar á inn­an ekki svo margra ára með rót­tæk­um af­leiðing­um.

Í rann­sókn sem gerð var fyr­ir Bloom­berg New Energy Fin­ance (BNEF)seg­ir að verð á flest­um raf­bíl­um muni halda áfram að lækka með lækk­andi verði á raf­geym­um þeirra. Jafn­vel þótt olíu­verð hald­ist lágt munu raf­bíl­ar geta keppt í verði við bens­ín- og dísil­bíla um miðjan næsta ára­tug, seg­ir BNEF.

Í skýrsl­unni er því spáð að skerf­ur raf­bíla í fólks­bíla­markaðinum verði orðinn 35% í heim­in­um öll­um um árið 2040, eða 41 millj­ón bíla á ári.

Þar seg­ir að verð á raf­bíl­um verði jafn­vel byrjað að lækka fyr­ir árið 2025 en heild­ar­kostnaður af því að eiga og reka bíl muni þó enn verða lægri fyr­ir eig­end­ur bíla sem brenna jarðefna­eldsneyti.

Hvað um­hverf­isáhrif varðar þá þýðir það að 13 millj­ón­ir olíufata muni spar­ast hvern ein­asta dag árið 2040 sé fjórðung­ur bíla í um­ferðinni knú­inn raf­magni ein­göngu. Til að knýja þessa bíla verður hins veg­ar þörf fyr­ir 1.900 tera­vatt­stund­ir (TWh) af raf­orku, en það sam­svar­ar 8% af allri raf­orku­notk­un heims­byggðar­inn­ar í fyrra.

agas@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »