Raf- og bensínbílar munu kosta jafnt um 2025

Brátt standa rafbílar jafnfætis í verði við bensín- og dísilbíla.
Brátt standa rafbílar jafnfætis í verði við bensín- og dísilbíla.

Virki verðið á rafbílum fráhrindandi og fæli neytendur frá því að leggja bensínhákum og fjárfesta í rafdrifnum bíl gætu breytingar orðið þar á innan ekki svo margra ára með róttækum afleiðingum.

Í rannsókn sem gerð var fyrir Bloomberg New Energy Finance (BNEF)segir að verð á flestum rafbílum muni halda áfram að lækka með lækkandi verði á rafgeymum þeirra. Jafnvel þótt olíuverð haldist lágt munu rafbílar geta keppt í verði við bensín- og dísilbíla um miðjan næsta áratug, segir BNEF.

Í skýrslunni er því spáð að skerfur rafbíla í fólksbílamarkaðinum verði orðinn 35% í heiminum öllum um árið 2040, eða 41 milljón bíla á ári.

Þar segir að verð á rafbílum verði jafnvel byrjað að lækka fyrir árið 2025 en heildarkostnaður af því að eiga og reka bíl muni þó enn verða lægri fyrir eigendur bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti.

Hvað umhverfisáhrif varðar þá þýðir það að 13 milljónir olíufata muni sparast hvern einasta dag árið 2040 sé fjórðungur bíla í umferðinni knúinn rafmagni eingöngu. Til að knýja þessa bíla verður hins vegar þörf fyrir 1.900 teravattstundir (TWh) af raforku, en það samsvarar 8% af allri raforkunotkun heimsbyggðarinnar í fyrra.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina