Pútín fær nýja límúsínu

Hin nýja limúsína Pútíns er af gerðinni Kortezh.
Hin nýja limúsína Pútíns er af gerðinni Kortezh.

Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur fengið nýja límúsínu til embættiserinda. Hún er af gerðinni Kortezh og hefst smíði á henni fyrir almennan markað á næsta ári.

Ólíkt hinum rammgerða og brynvarða Cadillac Baracks Obama Bandaríkjaforseta mun hver sá sem nóg af seðlum á keypt Kortezh limúsínu eins og þá sem Pútín hefur nú fengið.

Áætlanir eru uppi um að framleiða 5.000 eintök sem fáanleg verða í fjórum mismunandi útgáfum. Um 200 verða smíðaðar á næsta ári en allar ættu að hafa runnið af færiböndunum fyrir árslok 2020, að sögn fréttastofunnar Sputnik News.  

Til að auka á gæði Kortezh var þýski sportbílasmiðurinn Porsche fenginn til að leggja til aflrás bílsins. Stærð hennar hefur ekki fengist uppgefin en flogið hefur fyrir að hún verði hverfilblásin, tólf strokka og V-laga. Talið er víst að hún verði verulega kraftmikil.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina