Pútín fær nýja límúsínu

Hin nýja limúsína Pútíns er af gerðinni Kortezh.
Hin nýja limúsína Pútíns er af gerðinni Kortezh.

Vla­dímír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur fengið nýja límús­ínu til embættiser­inda. Hún er af gerðinni Kortezh og hefst smíði á henni fyr­ir al­menn­an markað á næsta ári.

Ólíkt hinum ramm­gerða og bryn­v­arða Ca­dillac Baracks Obama Banda­ríkja­for­seta mun hver sá sem nóg af seðlum á keypt Kortezh limús­ínu eins og þá sem Pútín hef­ur nú fengið.

Áætlan­ir eru uppi um að fram­leiða 5.000 ein­tök sem fá­an­leg verða í fjór­um mis­mun­andi út­gáf­um. Um 200 verða smíðaðar á næsta ári en all­ar ættu að hafa runnið af færi­bönd­un­um fyr­ir árs­lok 2020, að sögn frétta­stof­unn­ar Sputnik News.  

Til að auka á gæði Kortezh var þýski sport­bíla­smiður­inn Porsche feng­inn til að leggja til afl­rás bíls­ins. Stærð henn­ar hef­ur ekki feng­ist upp­gef­in en flogið hef­ur fyr­ir að hún verði hverfil­blás­in, tólf strokka og V-laga. Talið er víst að hún verði veru­lega kraft­mik­il.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »