Þrengja reglur um bílastæði

Sífellt fleiri kjósa að kaupa sér rafbíl enda úrvalið af …
Sífellt fleiri kjósa að kaupa sér rafbíl enda úrvalið af slíkum bílum sífellt að aukast. Borgin vill þrengja reglur frá og með áramótum. mbl.is/Sigurður Bogi

Í nýrri tillögu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur um gjaldfrjáls stæði fyrir visthæfar bifreiðar er lagt til að einungis bifreiðar sem ganga fyrir rafmagni að öllu leyti eða að hluta, metan- og vetnisbifreiðar fái gjaldfrjáls stæði.

Um áramótin renna út reglur um gjaldfrjáls stæði fyrir visthæfar bifreiðar og vill borgin þrengja reglur og beita þeim sérstaklega til að hvetja til orkuskipta í samgöngum enda sífellt fleiri sem kjósa sér vistvænni bíla.

„Þetta er rökrétt skref finnst mér,“ segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkur. „Það falla orðið svo margir bílar undir þessar reglur og það er stöðugt verið að flytja inn sparneytnari bíla. Maður sér þá þróun mjög greinilega,“ segir Ólafur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: