Ný tækni við bílþjófnaði vekur ugg

Óprúttnir aðilar geta opnað bíla og stolið þeim með því …
Óprúttnir aðilar geta opnað bíla og stolið þeim með því að nema merki frá fjarstýrðum bíllyklum. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vit­um til þess að þetta sé vax­andi vanda­mál í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir Stefán Ásgríms­son, rit­stjóri FÍB-blaðsins, um tækni sem bílþjóf­ar eru farn­ir að nýta sér í aukn­um mæli.

Dæmi eru um Íslend­inga sem hafa lent í því á ferðalög­um er­lend­is að bíla­leigu­bíl­um þeirra er stolið, eða verðmæt­um úr þeim, án þess að nokk­ur merki sjá­ist um inn­brot.

Hafa þjóf­arn­ir þá náð sér í búnað sem nem­ur merki frá fjar­stýrðum bíllykl­um þegar þeir eru notaðir við að læsa bíl­un­um eða opna þá.

Stefán seg­ir þjóf­ana kaupa þenn­an búnað á net­inu án mik­ils til­kostnaðar. Hann skrifaði um þetta á vef FÍB á síðasta ári og þar stóð m.a.:

„Þjóf­ar með smá kunn­áttu í raf­einda­tækni geta keypt raf­einda­búnað ásamt teikn­ing­um og sett sam­an tæki sem nær sam­bandi við þjófnaðar­vörn bíls­ins og get­ur látið hana hætta að „heyra“ merkið frá fjar­stýr­ingu bí­leig­and­ans.“

Stefán seg­ir nýj­ustu tækn­ina í þessu vera búnað sem tek­ur upp merkið til síðari „nota“. „Búnaður­inn nem­ur merkið frá fjar­stýr­ingu þess sem læs­ir bíln­um, tek­ur það upp og vist­ar. Þar með er þjófa­tækið orðið eins kon­ar fjar­stýr­ing sem opn­ar læst­an bíl­inn og jafn­vel ger­ir mögu­legt að gang­setja hann, ef um er að ræða bíl með lykla­lausu aðgengi,“ seg­ir Stefán, og mæl­ir með að fólk sleppi því að nota fjar­stýr­ing­arn­ar og opni bíl­ana hand­virkt með lykl­un­um.

Stefán seg­ir að þessi mál séu orðin býsna al­geng er­lend­is. Í fyrr­nefndri um­fjöll­un á vef FÍB var vitnað til viðvör­un­ar sem lög­regl­an í Svíþjóð sendi til bí­leig­enda í fyrra. Þar var varað við þjóf­um sem kæmu sér fyr­ir með svona búnað á bíla­stæðum við versl­anamiðstöðvar. Hvatti lög­regl­an fólk til að hlusta vel hvort bíll­inn læst­ist eða ekki, eða læst­ist og opnaðist strax aft­ur. Best væri að yf­ir­gefa ekki bíl­inn fyrr en hann væri tryggi­lega læst­ur og ganga úr skugga um að svo væri með því að taka í hurðar­hún­inn.

„Bíla­fram­leiðend­ur hafa verið að reyna að sporna við þessu, með því að láta hanna nýja gerð bíllykla, en menn virðast alltaf finna ein­hvern mót­leik. Þetta seg­ir manni bara eitt, að því ein­fald­ari sem bíl­arn­ir eru því betri eru þeir,“ seg­ir Stefán en hann varð þess áskynja á ný­leg­um fundi með rit­stjór­um bíla­blaða í Evr­ópu að t.d. í Þýskalandi eru þarlend­ir neyt­end­ur farn­ir að flýja dýra bíla með flókn­um tækja­búnaði og leita meira í ein­fald­leik­ann, með kaup­um á bíl­um á borð við Dacia Log­an, sem Renault fram­leiðir í Rúm­en­íu.

„Lang­ir biðlist­ar hafa mynd­ast í Þýskalandi eft­ir þess­um Dacia-bíl­um en Renault not­ar í þessa fram­leiðslu af­ganga úr bíl­um sem hætt er að fram­leiða. Þeir eru ekki beint fal­leg­ir en eru hræó­dýr­ir og ein­fald­ir.“

Stefán seg­ist ekki hafa heyrt dæmi þess að svona þjófnaðir hafi komið upp hér á landi. Und­ir það taka þeir lög­reglu­menn sem Morg­un­blaðið ræddi við. Tals­menn bíla­leiga hafa held­ur ekki heyrt dæmi um að Íslend­ing­ar hafi lent í svona hremm­ing­um á ferðum sín­um er­lend­is. Rann­sókn­ar­lög­reglumaður taldi ólík­legt að slík mál mundu koma upp í stór­um stíl eða með skipu­lögðum hætti, því erfitt væri að koma heilu bíl­un­um úr landi eða verðmætu þýfi í miklu magni.

Þrjótar eiga auðvelt með að brjótast inn í bíla sem …
Þrjótar eiga auðvelt með að brjótast inn í bíla sem eru með stafræna hurðalása og kveikjukerfi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina