Rafhlöður þekja vegina

Vegirnir verða „teppalagðir“ sólrafhlöðum.
Vegirnir verða „teppalagðir“ sólrafhlöðum.

Um eitt þúsund kíló­metr­ar af frönsk­um þjóðveg­um verða nýtt­ir til raf­orku­fram­leiðslu. Í því skyni verða veg­irn­ir „teppa­lagðir“ ný­stár­leg­um sólraf­hlöðum á næstu fimm árum frá og með kom­andi vori.

Öllu held­ur mætti segja að veg­irn­ir verði „flísa­lagðir“ því nýju raf­hlöðurn­ar eru frem­ur eins og flís­ar í lag­inu og þakt­ar afar slitþolnu gervi­efni. Hver kíló­metri er sagður geta gefið af sér raf­magn sem nem­ur op­in­berri raf­orkuþörf þúsund manna þorps.

Um­hverf­is­ráðherr­ann Se­go­lene Royal hef­ur samþykkt áætl­un þessa um virkj­un veg­anna til orku­fram­leiðslu. En bí­leig­end­um til lít­ill­ar gleði seg­ir hún verk­efnið verða fjár­magnað með hækk­un skatta á olíu og gas. Wattway er verk­efnið nefnt og fyr­ir því stend­ur franskt gatna­gerðarfyr­ir­tæki að nafni COLAS. Mun þetta vera í fyrsta sinn í ver­öld­inni sem til­raun af þessu tagi er gerð og tækni raf­hlöðuflís­anna sögð al­veg ný.

Fyr­ir­tækið hóf rann­sókn­ir á því árið 2005 hvernig nota mætti sam­göngu­kerfið til að fram­leiða raf­orku á vist­væn­an hátt. „Um 90% tím­ans eru veg­irn­ir ber­ir fyr­ir geisl­um sól­ar­inn­ar og því upp­lagt yf­ir­borð til að þróa sem orku­gjafa,“ seg­ir rann­sókn­ar­stjóri COLAS, Jean-Luc Gaut­hier, í blaðaviðtali. Hann bæt­ir við að búið sé að tryggja í þró­un­ar­ferl­inu að sól­nem­arn­ir í raf­hlöðuplöt­un­um skemm­ist ekki af völd­um ofurþungra vöru­bíla. Enn­frem­ur að búið sé að girða fyr­ir að flís­arn­ar verði sleip­ar í t.d. vætu. Hann seg­ir að laga megi raf­hlöðutækni þessa að aðstæðum á „alls kon­ar veg­um“.

Gaut­hier seg­ir það einnig kost við þessa aðferð til raf­orku­fram­leiðslu að hún gangi ekki á rækt­ar­land og raski ekki lands­lagi.

Mun 40 fer­sentí­metra plata af þess­um nýju sólraf­hlöðum duga til að kveikja um 100 lít­il ljós. Fylg­ir fregn­um, að eins kíló­metra veg­arkafli þak­inn skíf­un­um dugi fyr­ir allri op­in­berri lýs­ingu í 5.000 manna bæ.

agas@mbl.is

Heilu bæirnir og þorpin gætu orðið sjálfbær með því að …
Heilu bæ­irn­ir og þorp­in gætu orðið sjálf­bær með því að „teppaleggja“ göt­urn­ar sólraf­hlöðum.
Sólrafhlöðurnar frönsku þola að bæði stórum bílum sem smáum sé …
Sólraf­hlöðurn­ar frönsku þola að bæði stór­um bíl­um sem smá­um sé ekið yfir þær.
Heilu bæirnir og þorpin gætu orðið sjálfbær með því að …
Heilu bæ­irn­ir og þorp­in gætu orðið sjálf­bær með því að „teppaleggja“ göt­urn­ar sólraf­hlöðum.
Sólrafhlöðurnar þola bæði umferð bíla og reiðhjóla.
Sólraf­hlöðurn­ar þola bæði um­ferð bíla og reiðhjóla.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »