Eru nýir bílatímar innan seilingar?: Sala á bílum með brunavél verði bönnuð frá 2025

Rafbíllinn Nissan Leaf á hollenskum vegi. Hópur hollenskra þingmanna hefur …
Rafbíllinn Nissan Leaf á hollenskum vegi. Hópur hollenskra þingmanna hefur horn í síðu hefðbundinna bíla.

Eru ein­hverj­ar lík­ur á því að fólk á miðjum aldri upp­lifi þá tíma, að sam­göngu­geir­inn verði laus við brennslu líf­ræns eldsneyt­is? Gæti það gerst á Íslandi inn­an manns­ald­urs? Tím­inn einn leiðir það í ljós, en svo gæti farið að bens­ín- og dísi­lol­ía renni sitt skeið í Hollandi árið 2025.

Þar í landi hef­ur hóp­ur þing­manna tekið hönd­um sam­an og hafið her­ferð gegn bíl­um með bruna­vél­ar. Vilja þeir að hætt verði að selja bens­ín- og dísil­bíla í Hollandi inn­an ára­tug­ar, eða í síðasta lagi 2025.

Stefna hol­lenska verka­manna­flokks­ins (PvdA) hef­ur sett það á odd­inn að skipt verði um kúrs og ein­ung­is leyfðir meng­un­ar­frí­ir bíl­ar á veg­um lands­ins og í bæj­um og borg­um. Álykt­un þess efn­is hef­ur verið samþykkt í neðri deild þings­ins í Haag.

Sam­kvæmt álykt­un­inni yrði meira að segja bannað að selja tvinn­bíla og ten­gilt­vinn­bíla frá og með 2025. Ein­ung­is yrðu leyfðir hrein­ir raf­bíl­ar og vetn­is­bíl­ar. Til viðbót­ar við banni við los­un gróður­húsalofts frá bíl­um kveður álykt­un­in á um að hol­lenska stjórn­in stuðli að lausn á um­ferðartepp­um með því að fjár­festa í mjög stór­um stíl í sjálf­a­k­andi bíl­um.

Eins og ger­ist og geng­ur eru ekki all­ir á eitt sátt­ir um inn­tak álykt­un­ar­inn­ar. Þjóðfylk­ing­in fyr­ir frelsi og lýðræði seg­ir hana ganga of langt og vera óraun­hæfa. Flokksmaður­inn og efna­hags­málaráðherr­ann Henk Kamp seg­ir að sam­göngu­kerfið þoli 15% hlut­deild raf­bíla í markaðinum, hærra hlut­fall gæti leitt til vand­ræða. Og jafn­vel stöku flokks­menn PvdA gagn­rýna álykt­un­ina og segj­ast ekki hafa áttað sig á inni­haldi henn­ar fyrr en þeir heyrðu um það í frétt­um fjöl­miðla. Litl­ar lík­ur eru tald­ar á að þings­álykt­un­in eigi eft­ir að vera út­færð í laga­frum­varp og verða að lög­um.

agas@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Bílar »