Snúa baki við dísilinu

Auknar áhyggjur af skaðsemi nituroxíðslosunar dísilbíla er farin að segja …
Auknar áhyggjur af skaðsemi nituroxíðslosunar dísilbíla er farin að segja til sín. mbl.is/afp

Frakkar eru farnir að gefa eftir undan áróðrinum gegn dísilbílum. Fyrstu þrjá mánuði ársins dróst sala þeirra saman um 3,9% frá sama tímabili í fyrra. Alls voru nýskráðir dísilbílar á tímabilinu 269.538 eintök.

Bílasala hefur aukist talsvert í Frakklandi frá áramótum miðað við í fyrra og hefur sala á bensínbílum aukist mest. Heildaraukningin í nýskráningum frá áramótum er 8,2%.

Um langan aldur hafa Frakkar tekið dísilbílinn fram yfir bensínknúinn og réð því stefna yfirvalda sem hvatt höfðu til kaupa á dísilbílum sem þá voru taldir menga minna. Til að stuðla að kaupum á dísilbílum var ívilnunum beitt og eldsneyti skattlagt miklu minna og því mun ódýrara.

Hlutfallið fer úr 77% í 52%

Af þessum sökum var hlutfall dísilbíla í flota landsmanna allt að fjórir fimmtu, en það hefur minnkað jafnt og þétt undanfarin misseri. Náði hlutfallið hámarki árið 2012 er það nam 77%.

Í nýliðnum marsmánuði var hlutfall dísilbíla í nýskráningum til að mynda aðeins 51,3%, og 52% fyrir allan fyrsta ársfjórðunginn. „Við erum að komast aftur niður á sama stig og á níunda áratugnum,“ segir talsmaður samtaka franskra bílaframleiðenda (CCFA).

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Loka