Fagnar 50 ára afmæli Boxervélarinnar

50 ár eru frá því fyrsta Boxervélin frá Subaru kom …
50 ár eru frá því fyrsta Boxervélin frá Subaru kom á markað.

Um hvítasunnuhelgina, nánar tiltekið laugardaginn 14. maí, fagnar Subaru því að 50 ár eru liðin frá því að fyrirtækið kynnti Boxervélina sem er eitt aðalsmerkja Subaru.

Boxervélin er frábrugðin öðrum vélum að því leyti að í henni liggja strokkarnir lárétt en hvorki lóðrétt né í V eins og ýmist er í öðrum vélagerðum.

Fyrir vikið er þyngdarpunktur Subarubíla lægri en í flestum öðrum bílgerðum og aksturseiginleikar og stöðugleiki á vegi að sama skapi meiri.

Subaru kynnti boxervélina árið 1966 og hafa meira en 16 milljónir véla verið framleiddar síðan þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina