Vinsældir Ford Ranger pallbílsins hafa aukist stórlega á árinu og er hann nú með söluhærri bílum í Evrópu.
Ford í Evrópu hefur nýverið birt sölutölur fyrir Ranger í júlímánuði og kemur þar fram að um 45% aukningu er að ræða miðað við júní. Voru 3.200 eintök nýskráð í júlí en í sama mánuði í fyrra voru þau um 1.000. Hafa aldrei verið seldir jafn margir Ford Ranger í einum mánuði í Evrópu.
Fyrstu sjö mánuði ársins hafa 20.600 eintök komið á götuna í Evrópu en voru 5.800 á sama tímabili í fyrra.
Það er ekki bara í Evrópu sem pallbíll þessi sækir í sig veðrið, honum hefur einnig verið vel tekið í til dæmis Ástralíu. Þar jókst júlísalan á Ranger með drif á tveimur hjólum um 30,2% og 4x4 um 45,9%. Um er að ræða samtals 2.874 eintök í mánuðinum.
Þessu til viðbótar naut Ford velgengni í sölu léttra atvinnubíla í Evrópu í júlí. Nýskráðir voru 24.339 bílar sem er 21% aukning frá í júlí 2015. Er sala þessara bíla 12,9% meiri fyrstu sjö mánuðina í ár miðað við í fyrra.