BL frumsýnir rafbílinn BMW i3

Drægi BMW i3 er minnst 300 km. Bíllinn þykir um …
Drægi BMW i3 er minnst 300 km. Bíllinn þykir um margt einstakur í sinni röð og á það líka við um útlitið; framúrstefnulegur en auðþekkjanlegur.

Næst­kom­andi laug­ar­dag verður raf­bíll­inn BMW i3 frum­sýnd­ur hjá BL, en hann hef­ur víða hlotið góðar viðtök­ur. Þá þykir hann um margt ein­stak­ur í sinni röð, hvort sem litið er til smíði hans, hönn­un­ar og efn­is­notk­un­ar, svo og dræg­is bíls­ins.

Um­hverf­is­stofn­un Banda­ríkj­anna hef­ur vottað BMW i3 sem spar­neytn­asta raf­bíl allra tíma og BMW i3 með bens­ín­ljósa­vél sem spar­neytn­asta „bens­ín­bíl­inn“. Hjá BL segja menn i3 gott dæmi um það hvernig hönnuðir BMW leiti sí­fellt nýrra leiða til að upp­fylla þarf­ir og vænt­ing­ar, bæði viðskipta­vina og alþjóðasam­fé­lags­ins al­mennt þar sem um­hverf­is­mál eru hvarvetna mjög í brenni­depli.

Ein­göngu er notuð græn raf­orka við fram­leiðslu og sam­setn­ingu á BMW i3. Yf­ir­bygg­ing­in og fleiri íhlut­ir eru fram­leidd í nýrri verk­smiðju BMW við Moses-vatn í Washingt­on-ríki í Banda­ríkj­un­um, en alla raf­orku sína fær hún frá ná­lægri vatns­afls­virkj­un. BMW i3 er síðan sett­ur sam­an í Leipzig í Þýskalandi þar sem BMW lét reisa nýja verk­smiðju­ein­ingu á lóð sinni þar og kem­ur öll raf­orkan frá vindorku­veri sem staðsett er í ná­grenn­inu.

Lang­dræg­ast­ur í sín­um flokki

Und­ir­vagn BMW i3 er smíðaður úr áli og yf­ir­bygg­ing­in úr koltrefj­um. Að sögn BMW er i3 fyrsti fjölda­fram­leiddi bíll­inn í heim­in­um sem hannaður er með yf­ir­bygg­ingu úr hástyrkt­um koltrefj­um. Ein helsta áskor­un­in við hönn­un raf­bíla er að mæta þyngd raf­hlöðunn­ar með því að draga úr þyngd annarra hluta bíls­ins. Koltrefjar eru 50% létt­ari en stál og eru auk þess sterk­ari. Þessi nýja tækni við fram­leiðslu yf­ir­bygg­ing­ar­inn­ar er helsta ástæða þess að eig­in þyngd bíls­ins er aðeins 1.245 kg, sem ger­ir hann lang­dræg­asta raf­bíl­inn í sín­um stærðarflokki, með allt að 300 km drægni. Innviðir í farþega- og far­ang­urs­rými i3 eru úr nátt­úru­leg­um og end­ur­vinn­an­leg­um efn­um, en alls eru 95% allra efna í i3 end­ur­vinn­an­leg. Svo­nefnd­ir kenaf-þræðir eru áber­andi í fyr­ir­ferðar­mikl­um hlut­um í farþega­rým­inu. Kenaf er 100% nátt­úru­legt efni sem unnið er úr moskusrós­um og er 30% létt­ara en plastefni sem alla jafna eru notuð þar sem kenaf er í i3. Notk­un þessa efn­is gerði hönnuðum BMW kleift að draga veru­lega úr plast­notk­un í sam­setn­ingu á i3.

Ull, ólífu­lauf og trölla­tré

Í BMW i3 er hrein ull notuð á 40% af yf­ir­borði sæt­anna til að jafna hita­stig á milli heitra og kaldra daga. Við það spar­ast orka sem meðal ann­ars færi í sæt­is­upp­hit­un. Það leður sem notað er í inn­rétt­ing­unni er litað með lauf­um ólífu­trjáa sem falla til við ólífu­fram­leiðslu og er að mestu fargað. Notk­un ólífu­laufa í stað kemískra litar­efna er vist­vænt ferli sem auk þess gef­ur leðrinu nátt­úru­leg­an lit. Í inn­rétt­ing­unni er einnig að finna viðar­teg­und­ina trölla­tré, gúmmí­tré af myrtuætt, sem er einn fljót­sprottn­asti viður ver­ald­ar og hef­ur inn­byggða vörn gegn raka. Þarf viður­inn um 90% minni yf­ir­borðsmeðhöndl­un en hefðbund­inn viður. All­ur viður sem notaður er í i3 kem­ur úr ræktuðum vottuðum nytja­skóg­um.

Kraft­ur og snerpa að hætti BMW

BMW i3 er fá­an­leg­ur í tveim­ur út­færsl­um. Ann­ars veg­ar sem 100% raf­bíll sem dreg­ur allt að 300 km á hleðslunni, og hins veg­ar sem tví­orku­bíll með bæði raf­hlöðu og tveggja strokka, 647cc bens­ín­hleðslu­vél sem ræs­ir sig sjálf þegar bæta þarf raf­magni á raf­hlöðuna. Í þeirri út­færslu dreg­ur BMW i3 390 km áður en full­hlaða þarf raf­hlöðuna. Raf­mótor­inn í BMW i3 er 170 hest­öfl, há­mark­s­tog er 250 Nm. Bíll­inn er aðeins 7,3 sek­únd­ur að ná 100 km hraða úr kyrr­stöðu.

BMW i3 verður frum­sýnd­ur næst­kom­andi laug­ar­dag, 27. ág­úst, í húsa­kynn­um BL við Sæv­ar­höfða milli klukk­an 12 og 16.

agas@mbl.is

Hrein ull þekur 40% af yfirborði sætanna til að jafna …
Hrein ull þekur 40% af yf­ir­borði sæt­anna til að jafna hita­stig milli heitra og kaldra daga. Við það spar­ast orka sem meðal ann­ars færi í sæt- is­upp­hit­un. Viður­inn í inn­rétt­ing­unni kem­ur úr vottuðum nytja­skóg­um.
Hurðirnar opnast til hvorrar áttar í fjögurra dyra BMW i3 …
Hurðirn­ar opn­ast til hvorr­ar átt­ar í fjög­urra dyra BMW i3 bíln­um.
Mælaborðið er fágað í BMW i3.
Mæla­borðið er fágað í BMW i3.
Rafgeymir BMW i3 er undir bílnum sem stuðlar að lágum …
Raf­geym­ir BMW i3 er und­ir bíln­um sem stuðlar að lág­um þyngd­arpunkti.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »