Kraftmiklir í Porsche-salnum

Rauður Porsche Cayenne GTS sem er 440 hestöfl, 5,1 sek …
Rauður Porsche Cayenne GTS sem er 440 hestöfl, 5,1 sek í 100 km/klst. og hámarkshraði er 262 km/klst. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Áhugamenn um kraftmikla og fallega bíla fengu ríflega fyrir snúð sinn er þeim bauðst að gera sér glaðan dag á Stórsýningu Porsche-hjá Bílabúð Benna laugardaginn 13. ágúst síðastliðinn, en þá voru meðal annars glæsigripirnir Porsche 718 Boxster og Cayman GT4 frumsýndir. Hér var um verulega spennandi tækifæri að ræða fyrir bílaáhugamenn því Porsche Cayman GT4 er framleiddur í takmörkuðu upplagi og hefur þess utan hlotið einróma lof bílablaðamanna um allan heim.

Boxster er orðinn 718

„Boxster-bílarnir frá Porsche bera núna númer eins og aðrir sportbílar í Porsche-fjölskyldunni og er það númerið 718,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi í fréttatilkynningu. „Hann er kominn með geysiöfluga 4 cylindra vél með túrbínu. Með því hefur koltvísýringsgildið og lækkað umtalsvert sem gerir það að verkum að bíllinn er á hagstæðara verði en áður.“

Verulega spennandi útfærslur

Í tilefni af frumsýningunni sló Bílabúð Benna upp stórsýningu og flutti til landsins sérstaklega nokkrar verulega spennandi útfærslur af Porsche, sem fengu að glansa í salnum með frumsýningarstjörnunum í Porsche-salnum á Vagnhöfða 23. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var þar margt augnakonfektið til sýnis enda gefst tækifæri af þessu tagi ekki á hverjum degi.

jonagnar@mbl.is

Blár Porsche 911 Carrera 4S býr yfir 3 lítra vél …
Blár Porsche 911 Carrera 4S býr yfir 3 lítra vél sem skila 420 hestöflum, 3,8 sekúndur í 100 km/klst. og hámarkshraðinn er 305 km/klst. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Rauður Porsche Boxster GTS sem er 330 hestöfl, rýkur í …
Rauður Porsche Boxster GTS sem er 330 hestöfl, rýkur í 100 km/klst. á 4,7 sek og hámarkshraðinn er 279 km/klst. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Rauður Porsche Cayman GT4 sem er 385 hestöfl, 4,2 sekúndur …
Rauður Porsche Cayman GT4 sem er 385 hestöfl, 4,2 sekúndur í 100 km/klst og 293 km/klst. hámarkshraði. Aðeins framleiddur í 2500 ein- tökum, aðeins til beinskiptur og hannaður til aksturs á braut. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Svartur Porsche Cayenne Turbo S sem er 570 hestöfl (sem …
Svartur Porsche Cayenne Turbo S sem er 570 hestöfl (sem skila 800 Nm togi!). Hröðunin er 4,1 sekúnda og hámarkshraðinn 284 km/klst. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Dökkgrár Þessi Porsche Macan S Diesel er 258 hestöfl, 6,3 …
Dökkgrár Þessi Porsche Macan S Diesel er 258 hestöfl, 6,3 sek í 100 km/ klst. og hámarkshraðinn 230 km/klst. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Svartur Porsche 911 Carrera S sem er 420 hestöfl, 3,9 …
Svartur Porsche 911 Carrera S sem er 420 hestöfl, 3,9 sekúndur í 100 km/klst. og hámarkshraðinn er 306 km/klst. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Svartur Porsche 718 Boxster S, 350 hestöfl, 4,2 sekúndur í …
Svartur Porsche 718 Boxster S, 350 hestöfl, 4,2 sekúndur í 100 km/klst. og 285 km hámarkshraði. Frumsýndur í Bílabúð Benna á sýningunni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka